Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Árni Sæberg skrifar 3. september 2024 15:03 Gísli Kr. hefur mikla reynslu af nýsköpunarbransanum. Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Snjallgögn séu tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þrói lausnir sem geri vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími. Áralöng reynsla af sölumálum Gísli Kr. hafi frá árinu 2010 setið í framkvæmdastjórn vaxta- og sprotafyrirtækjana atNorth, áður Advania Data Centers, sem byggi og reki gagnaver á Norðurlöndunum, og skýjatæknifélaginu Greenqloud. Bæði félögin hafi nú verið seld til erlendra félaga. Gísli hafi lengst haft sölu og markaðsmál á sinni könnu, ásamt vöru- og viðskiptaþróun, en einnig borið ábyrgð á fjármálum og rekstri. Síðastliðin fimmtán ár hafi Gísli einnig unnið sem ráðgjafi varðandi tæknilega innviði, viðskiptaþróun og markaðsmál ásamt því að sinna stjórnarsetu í ýmsum félagasamtökum. Verðmæt sérþekking að borðinu „Það skiptir okkur hjá Snjallgögnum lykilmáli að fjárfestar í fyrirtækinu komi með verðmæta sérþekkingu að borðinu; þekkingu sem annað hvort þarf að styrkja hjá okkur eða byggja upp frá grunni. Gísli Kr. er einn af fáum íslenskum sérfræðingum á sviði sölu- og markaðsmála í upplýsingatækni, sem hefur jafnframt mikla reynslu af sölu til erlendra stórfyrirtækja,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og eins stofnenda fyrirtækisins. Hjartans mál að styðja við nýsköpun „Það er mér hjartans mál að styðja við íslenska nýsköpun og gleðilegt að fá tækifæri til að taka þátt í jafn spennandi verkefni og Snjallgögnum. Gervigreindarlausnir Snjallgagna geta bylt rekstri fyrirtækja, ekki bara til framtíðar heldur strax í dag. Stefán og kollegar hafa smíðað öflugt rekstrartól sem fyrirtæki og stofnanir, óháð stærð og staðsetningu, geta nýtt til að tryggja sína samkeppnishæfni og rekstrarhagkvæmni. Ég hlakka til að taka þátt í þessari verðugu vegferð,“ er haft eftir Gísla Kr.. Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Tækni Gervigreind Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Snjallgögn séu tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þrói lausnir sem geri vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími. Áralöng reynsla af sölumálum Gísli Kr. hafi frá árinu 2010 setið í framkvæmdastjórn vaxta- og sprotafyrirtækjana atNorth, áður Advania Data Centers, sem byggi og reki gagnaver á Norðurlöndunum, og skýjatæknifélaginu Greenqloud. Bæði félögin hafi nú verið seld til erlendra félaga. Gísli hafi lengst haft sölu og markaðsmál á sinni könnu, ásamt vöru- og viðskiptaþróun, en einnig borið ábyrgð á fjármálum og rekstri. Síðastliðin fimmtán ár hafi Gísli einnig unnið sem ráðgjafi varðandi tæknilega innviði, viðskiptaþróun og markaðsmál ásamt því að sinna stjórnarsetu í ýmsum félagasamtökum. Verðmæt sérþekking að borðinu „Það skiptir okkur hjá Snjallgögnum lykilmáli að fjárfestar í fyrirtækinu komi með verðmæta sérþekkingu að borðinu; þekkingu sem annað hvort þarf að styrkja hjá okkur eða byggja upp frá grunni. Gísli Kr. er einn af fáum íslenskum sérfræðingum á sviði sölu- og markaðsmála í upplýsingatækni, sem hefur jafnframt mikla reynslu af sölu til erlendra stórfyrirtækja,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og eins stofnenda fyrirtækisins. Hjartans mál að styðja við nýsköpun „Það er mér hjartans mál að styðja við íslenska nýsköpun og gleðilegt að fá tækifæri til að taka þátt í jafn spennandi verkefni og Snjallgögnum. Gervigreindarlausnir Snjallgagna geta bylt rekstri fyrirtækja, ekki bara til framtíðar heldur strax í dag. Stefán og kollegar hafa smíðað öflugt rekstrartól sem fyrirtæki og stofnanir, óháð stærð og staðsetningu, geta nýtt til að tryggja sína samkeppnishæfni og rekstrarhagkvæmni. Ég hlakka til að taka þátt í þessari verðugu vegferð,“ er haft eftir Gísla Kr..
Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Tækni Gervigreind Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira