Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðar ungmenna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 13:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundaði með ráðherrum ríkisstjórnar í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira