Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðar ungmenna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 13:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundaði með ráðherrum ríkisstjórnar í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira