Íbúar og ferðaþjónusta í sátt? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 3. september 2024 14:03 Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun