Áratugur í borginni Alexandra Briem skrifar 30. ágúst 2024 13:32 Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar