Talinn raðnauðgari sem nýti sér sofandi konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 16:18 Frá eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur. vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum auk þess að taka upp myndefni af þeim án leyfis. Bótakröfur brotaþola nema tæplega tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira