Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2024 21:02 Halldóra týndi saman þessi nornahár við heimili sitt í Reykjanesbæ. Hún segir hárin sitja fast og það sé ljóst að þau verði í einhvern tíma að losna við þau. Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bergrún útskýrir að nornahárin hafi myndast í flestum gosanna síðustu ár á Reykjanesi en ekki í eins miklum mæli og núna. Þau myndist helst þegar kvikustrókarnir eru háir og þeir séu það núna. Þeir hafi síðast verið það í eldgosinu í Geldingadölum í maí 2021 og þá hafi verið töluvert af nornahári. Fólk í Grindavík til dæmis hafi orðið vart við nornahárin. „Þetta er í rauninni gjóska. Kvikan sem kemur upp,“ segir Bergrún Arna. „Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og þetta myndar þessa glerjuðu þræði. Þetta er í rauninni gler,“ segir Bergrún. Hún segir glerið geta valdið skemmdum og ef það er til dæmis á bílum sé ekki gott að nudda því af heldur sé betra að blása eða skola nornahárinu af. Þá segir hún einnig gott að skola til dæmis trampólín ef það eru nornahár á þeim. Hún segir fólk líka geta meitt sig ef það heldur á miklu magni nornahára. Ekki gott að fikta í þeim „Það nornahár sem ég hef séð í þessum atburði. Þau eru í rauninni mjög þunn,“ segir hún og að hún hafi ekki meitt sig en hún ráðleggi ekki neinum að fikta í þessu. „En engin aðsteðjandi hætta og gaman að fylgjast með náttúruundrinu í stað þess að hræðast þau,“ segir Hún segir hárin mjög létt og geta borist langt. Það fari eftir veðuraðstæðum en þau geti borist töluverða vegalengd. Hún segist hafa heyrt af þessu núna á Reykjanesi og á Keflavíkurflugvelli. Hún segist sjálf hafa séð nokkuð mikið af þessu í kringum gosstöðvarnar, í um fimm eða sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. „Það brakar ekki þegar þú gengur á þessu, ekki nema það sé í það miklu magni.“ Havísk gyðja og íslensk norn Hún segir töluvert magn af nornahárum hafa myndast líka í eldgosinu í Holuhrauni 2015. Þá hafi myndast vöndlar af nornahári í vindinum sem hafi skoppað yfir sandinn. En það fari svo eftir lengd háranna hvernig ásýnd þeirra er. Halldóra Fríða er búin að spúla pallinn en enn eru hárin föst í pallinum.Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hún segir þau eflaust brotna niður á endanum. Hún hafi ekki séð mikið af nornahárum í gamalli gjósku en svo þau myndu finnast löngu eftir eldgos þurfi að varðveitast töluvert mikið af því. Varðandi nafnið á þessu fyrirbæri segir Bergrún að á ensku heiti þetta Pele´s Hair og að Pele sé gyðja eldfjallanna á Havaí en að hún viti ekki hvernig orðið nornahár kom til á íslensku. „En mér finnst þetta mjög flott orð og sérstaklega þegar þetta vöðlast svona saman og verður í rauninni eins og ljósir lokkar. Þá á þetta mjög vel við,“ segir hún. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Bergrún útskýrir að nornahárin hafi myndast í flestum gosanna síðustu ár á Reykjanesi en ekki í eins miklum mæli og núna. Þau myndist helst þegar kvikustrókarnir eru háir og þeir séu það núna. Þeir hafi síðast verið það í eldgosinu í Geldingadölum í maí 2021 og þá hafi verið töluvert af nornahári. Fólk í Grindavík til dæmis hafi orðið vart við nornahárin. „Þetta er í rauninni gjóska. Kvikan sem kemur upp,“ segir Bergrún Arna. „Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og þetta myndar þessa glerjuðu þræði. Þetta er í rauninni gler,“ segir Bergrún. Hún segir glerið geta valdið skemmdum og ef það er til dæmis á bílum sé ekki gott að nudda því af heldur sé betra að blása eða skola nornahárinu af. Þá segir hún einnig gott að skola til dæmis trampólín ef það eru nornahár á þeim. Hún segir fólk líka geta meitt sig ef það heldur á miklu magni nornahára. Ekki gott að fikta í þeim „Það nornahár sem ég hef séð í þessum atburði. Þau eru í rauninni mjög þunn,“ segir hún og að hún hafi ekki meitt sig en hún ráðleggi ekki neinum að fikta í þessu. „En engin aðsteðjandi hætta og gaman að fylgjast með náttúruundrinu í stað þess að hræðast þau,“ segir Hún segir hárin mjög létt og geta borist langt. Það fari eftir veðuraðstæðum en þau geti borist töluverða vegalengd. Hún segist hafa heyrt af þessu núna á Reykjanesi og á Keflavíkurflugvelli. Hún segist sjálf hafa séð nokkuð mikið af þessu í kringum gosstöðvarnar, í um fimm eða sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. „Það brakar ekki þegar þú gengur á þessu, ekki nema það sé í það miklu magni.“ Havísk gyðja og íslensk norn Hún segir töluvert magn af nornahárum hafa myndast líka í eldgosinu í Holuhrauni 2015. Þá hafi myndast vöndlar af nornahári í vindinum sem hafi skoppað yfir sandinn. En það fari svo eftir lengd háranna hvernig ásýnd þeirra er. Halldóra Fríða er búin að spúla pallinn en enn eru hárin föst í pallinum.Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hún segir þau eflaust brotna niður á endanum. Hún hafi ekki séð mikið af nornahárum í gamalli gjósku en svo þau myndu finnast löngu eftir eldgos þurfi að varðveitast töluvert mikið af því. Varðandi nafnið á þessu fyrirbæri segir Bergrún að á ensku heiti þetta Pele´s Hair og að Pele sé gyðja eldfjallanna á Havaí en að hún viti ekki hvernig orðið nornahár kom til á íslensku. „En mér finnst þetta mjög flott orð og sérstaklega þegar þetta vöðlast svona saman og verður í rauninni eins og ljósir lokkar. Þá á þetta mjög vel við,“ segir hún.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16