Að skilja eða skilja ekki erlenda gesti? Margrét Reynisdóttir skrifar 28. ágúst 2024 17:30 Sumir myndu kannski segja sem svo: „Það fer í taugarnar á mér þegar fólk alhæfir um menningu þjóða. Það er ekki hægt að alhæfa svona um margar milljónir manna sem eiga það eitt sameiginlegt að lifa á sama stað. Það er fordómafullt.” Ef þetta er skoðun þín þá má velta því fyrir sér hvort að hún feli ekki einmitt í sér alhæfingu! Það er hugulsamt að þekkja þarfir gesta Á námskeiðum sem ég hef haldið um ólíka menningarheima, fjölmenningu og þjónustu get ég þess gjarnan að fyrir 25 öldum sagði kínverski heimspekingurinn Konfúsíus að í eðlinu værum við öll lík en það væru siðir og venjur sem skildu okkur að. Á Íslandi segjum við að sinn sé siðurinn í landi hverju. Rannsóknir sýna nefnilega að hver þjóð og menningarheimur hafa sín sérkenni. Á sama tíma blasir það og við að einstaklingar eru ekki allir steyptir í sama mót. Hverjir elska te? Eru það feimnismál sem aðeins má ræða baksviðs eða þvert á móti jákvætt að vita að stóru þjóðirnar í Asíu eru miklar teþjóðir og drekka jafnvel te eða volgt vatn með mat? Eða að í þeirra siðmenningu þykir það ókurteisi að benda með einum putta en kurteisi að benda með allri hendinni? Sýna eldra fólki frá Asíu virðingu Er það kannski vænlegra til árangurs að upplýsa starfsfólkið þitt um að rík hefð sé fyrir því að sýna eldra fólki frá Asíulöndum virðingu svo og að gefa stöðu fólks til kynna með sama hætti. Myndin er tekin í Japan.Aðsend Mynd tekin í VíetnamAðsend Kurteisasta þjóð í heimi? Miðað við staðhæfinguna í upphafi er þá betra að hafa hljótt um það að ein kurteisasta þjóð Asíu kann vel að meta að allt sé nákvæmlega eins og samið var um í upphaflegri pöntun þeirra á ferðaskrifstofu. Þar ræður varkárni og öryggi för og því sérstaklega mikilvægt fyrir þau að fá staðfest að umbeðin þjónusta verði veitt. Fyrirmæli um mat, gistingu og afþreyingu verða að standast 100% og starfsmenn verða því að fylgja þeim í smáatriðum. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá kunna þau vel að meta einlæga afsökunarbeiðni. Þessi þjóð er svo kurteis að þar stendur starfsfólkið á hótelinu út í kulda og trekk til að veifa gestunum í rútunni í kveðjuskyni og sama gerðu flugvallarstarfsmennirnir þegar þotan okkar yfirgaf hlaðið. Hávaxnasta þjóð í heimi? Eru það fordómar eða jákvæð öflun upplýsinga að vita að margir frá landi túlípanans eru hávaxnir (og glæsilegir)? Er kannski réttast að yppta öxlum og leyfa þeim bara að sitja í keng í bílaleigubílnum eða sofa i fósturstellingu í rúmi sökum plássleysis? Af hverju skyldi þessa rúta í Japan velja númeri 88888?Aðsend Vín- og kaffiþjóðir Og er það sjálfsögð fróðleiksfýsni eða bara óþarfa hnýsni að vita að sumar þjóðir vilja byrja daginn með gæðakaffi með heitri mjólk en þiggja gjarnan léttvín með hádegis- og kvöldverði? Taka góðan tíma í að borða Er það algjört leyndarmál að vita hvaða þjóðir eru vanar að borða bæði hádegismat og kvöldmat seinna að deginum en við og að fólk af því þjóðerni væri oftar en ekki mjög þakklátt ef því væri bent á veitingastaði þar sem panta má gæðamat klukkan ellefu á kvöldin? Hvaðan koma grænmetisæturnar? Er það feimnismál eða kannski bara sjálfsögð kurteisi að spyrja hvort einhverjir gesta séu með fæðuóþol, borði ekki kjöt og svo framvegis? Sjálf hef ég oft farið svöng heim úr boðum því ég borða ekki kjöt og er of kurteis til að að láta vita. Ég væri afar þakklát ef einhverjir þyrðu að spyrja svo þetta væri ekki leyndarmál sem þarf að pukrast með. Ein hnetusteik, eggjabaka eða stærri salatskammtur myndi leysa vandamálið. Fyrst við erum farin að ræða þetta þá eru líka til þjóðir þar sem er miklu ríkari hefð fyrir grænmetisfæði en hjá okkur, aðrir hópar borða ekki svínakjöt eða kjöt og mjólk á sama tíma og enn aðrar fúlsa við hráu grænmeti. Hvað segir myndmálið okkur um hversu sterkur maturinn er?Aðsend Málið er sem sagt það að engin er að tala um að snúa öllu á hvolf við móttöku gesta af hinum ýmsu þjóðernum heldur fræðast um lífstíl þeirra og ná þannig betur að koma til móts við þarfir þeirra. Þannig styrkjum við þá upplifun þeirra að þeir séu velkomnir! Höf rekur starfsþjálfunarfyrirtækið gerumbetur.is og er höfundur nýrrar bókar: Do´s & Dont´s When Welcoming Foreign Guests. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Ferðalög Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Sumir myndu kannski segja sem svo: „Það fer í taugarnar á mér þegar fólk alhæfir um menningu þjóða. Það er ekki hægt að alhæfa svona um margar milljónir manna sem eiga það eitt sameiginlegt að lifa á sama stað. Það er fordómafullt.” Ef þetta er skoðun þín þá má velta því fyrir sér hvort að hún feli ekki einmitt í sér alhæfingu! Það er hugulsamt að þekkja þarfir gesta Á námskeiðum sem ég hef haldið um ólíka menningarheima, fjölmenningu og þjónustu get ég þess gjarnan að fyrir 25 öldum sagði kínverski heimspekingurinn Konfúsíus að í eðlinu værum við öll lík en það væru siðir og venjur sem skildu okkur að. Á Íslandi segjum við að sinn sé siðurinn í landi hverju. Rannsóknir sýna nefnilega að hver þjóð og menningarheimur hafa sín sérkenni. Á sama tíma blasir það og við að einstaklingar eru ekki allir steyptir í sama mót. Hverjir elska te? Eru það feimnismál sem aðeins má ræða baksviðs eða þvert á móti jákvætt að vita að stóru þjóðirnar í Asíu eru miklar teþjóðir og drekka jafnvel te eða volgt vatn með mat? Eða að í þeirra siðmenningu þykir það ókurteisi að benda með einum putta en kurteisi að benda með allri hendinni? Sýna eldra fólki frá Asíu virðingu Er það kannski vænlegra til árangurs að upplýsa starfsfólkið þitt um að rík hefð sé fyrir því að sýna eldra fólki frá Asíulöndum virðingu svo og að gefa stöðu fólks til kynna með sama hætti. Myndin er tekin í Japan.Aðsend Mynd tekin í VíetnamAðsend Kurteisasta þjóð í heimi? Miðað við staðhæfinguna í upphafi er þá betra að hafa hljótt um það að ein kurteisasta þjóð Asíu kann vel að meta að allt sé nákvæmlega eins og samið var um í upphaflegri pöntun þeirra á ferðaskrifstofu. Þar ræður varkárni og öryggi för og því sérstaklega mikilvægt fyrir þau að fá staðfest að umbeðin þjónusta verði veitt. Fyrirmæli um mat, gistingu og afþreyingu verða að standast 100% og starfsmenn verða því að fylgja þeim í smáatriðum. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá kunna þau vel að meta einlæga afsökunarbeiðni. Þessi þjóð er svo kurteis að þar stendur starfsfólkið á hótelinu út í kulda og trekk til að veifa gestunum í rútunni í kveðjuskyni og sama gerðu flugvallarstarfsmennirnir þegar þotan okkar yfirgaf hlaðið. Hávaxnasta þjóð í heimi? Eru það fordómar eða jákvæð öflun upplýsinga að vita að margir frá landi túlípanans eru hávaxnir (og glæsilegir)? Er kannski réttast að yppta öxlum og leyfa þeim bara að sitja í keng í bílaleigubílnum eða sofa i fósturstellingu í rúmi sökum plássleysis? Af hverju skyldi þessa rúta í Japan velja númeri 88888?Aðsend Vín- og kaffiþjóðir Og er það sjálfsögð fróðleiksfýsni eða bara óþarfa hnýsni að vita að sumar þjóðir vilja byrja daginn með gæðakaffi með heitri mjólk en þiggja gjarnan léttvín með hádegis- og kvöldverði? Taka góðan tíma í að borða Er það algjört leyndarmál að vita hvaða þjóðir eru vanar að borða bæði hádegismat og kvöldmat seinna að deginum en við og að fólk af því þjóðerni væri oftar en ekki mjög þakklátt ef því væri bent á veitingastaði þar sem panta má gæðamat klukkan ellefu á kvöldin? Hvaðan koma grænmetisæturnar? Er það feimnismál eða kannski bara sjálfsögð kurteisi að spyrja hvort einhverjir gesta séu með fæðuóþol, borði ekki kjöt og svo framvegis? Sjálf hef ég oft farið svöng heim úr boðum því ég borða ekki kjöt og er of kurteis til að að láta vita. Ég væri afar þakklát ef einhverjir þyrðu að spyrja svo þetta væri ekki leyndarmál sem þarf að pukrast með. Ein hnetusteik, eggjabaka eða stærri salatskammtur myndi leysa vandamálið. Fyrst við erum farin að ræða þetta þá eru líka til þjóðir þar sem er miklu ríkari hefð fyrir grænmetisfæði en hjá okkur, aðrir hópar borða ekki svínakjöt eða kjöt og mjólk á sama tíma og enn aðrar fúlsa við hráu grænmeti. Hvað segir myndmálið okkur um hversu sterkur maturinn er?Aðsend Málið er sem sagt það að engin er að tala um að snúa öllu á hvolf við móttöku gesta af hinum ýmsu þjóðernum heldur fræðast um lífstíl þeirra og ná þannig betur að koma til móts við þarfir þeirra. Þannig styrkjum við þá upplifun þeirra að þeir séu velkomnir! Höf rekur starfsþjálfunarfyrirtækið gerumbetur.is og er höfundur nýrrar bókar: Do´s & Dont´s When Welcoming Foreign Guests.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun