Að skilja eða skilja ekki erlenda gesti? Margrét Reynisdóttir skrifar 28. ágúst 2024 17:30 Sumir myndu kannski segja sem svo: „Það fer í taugarnar á mér þegar fólk alhæfir um menningu þjóða. Það er ekki hægt að alhæfa svona um margar milljónir manna sem eiga það eitt sameiginlegt að lifa á sama stað. Það er fordómafullt.” Ef þetta er skoðun þín þá má velta því fyrir sér hvort að hún feli ekki einmitt í sér alhæfingu! Það er hugulsamt að þekkja þarfir gesta Á námskeiðum sem ég hef haldið um ólíka menningarheima, fjölmenningu og þjónustu get ég þess gjarnan að fyrir 25 öldum sagði kínverski heimspekingurinn Konfúsíus að í eðlinu værum við öll lík en það væru siðir og venjur sem skildu okkur að. Á Íslandi segjum við að sinn sé siðurinn í landi hverju. Rannsóknir sýna nefnilega að hver þjóð og menningarheimur hafa sín sérkenni. Á sama tíma blasir það og við að einstaklingar eru ekki allir steyptir í sama mót. Hverjir elska te? Eru það feimnismál sem aðeins má ræða baksviðs eða þvert á móti jákvætt að vita að stóru þjóðirnar í Asíu eru miklar teþjóðir og drekka jafnvel te eða volgt vatn með mat? Eða að í þeirra siðmenningu þykir það ókurteisi að benda með einum putta en kurteisi að benda með allri hendinni? Sýna eldra fólki frá Asíu virðingu Er það kannski vænlegra til árangurs að upplýsa starfsfólkið þitt um að rík hefð sé fyrir því að sýna eldra fólki frá Asíulöndum virðingu svo og að gefa stöðu fólks til kynna með sama hætti. Myndin er tekin í Japan.Aðsend Mynd tekin í VíetnamAðsend Kurteisasta þjóð í heimi? Miðað við staðhæfinguna í upphafi er þá betra að hafa hljótt um það að ein kurteisasta þjóð Asíu kann vel að meta að allt sé nákvæmlega eins og samið var um í upphaflegri pöntun þeirra á ferðaskrifstofu. Þar ræður varkárni og öryggi för og því sérstaklega mikilvægt fyrir þau að fá staðfest að umbeðin þjónusta verði veitt. Fyrirmæli um mat, gistingu og afþreyingu verða að standast 100% og starfsmenn verða því að fylgja þeim í smáatriðum. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá kunna þau vel að meta einlæga afsökunarbeiðni. Þessi þjóð er svo kurteis að þar stendur starfsfólkið á hótelinu út í kulda og trekk til að veifa gestunum í rútunni í kveðjuskyni og sama gerðu flugvallarstarfsmennirnir þegar þotan okkar yfirgaf hlaðið. Hávaxnasta þjóð í heimi? Eru það fordómar eða jákvæð öflun upplýsinga að vita að margir frá landi túlípanans eru hávaxnir (og glæsilegir)? Er kannski réttast að yppta öxlum og leyfa þeim bara að sitja í keng í bílaleigubílnum eða sofa i fósturstellingu í rúmi sökum plássleysis? Af hverju skyldi þessa rúta í Japan velja númeri 88888?Aðsend Vín- og kaffiþjóðir Og er það sjálfsögð fróðleiksfýsni eða bara óþarfa hnýsni að vita að sumar þjóðir vilja byrja daginn með gæðakaffi með heitri mjólk en þiggja gjarnan léttvín með hádegis- og kvöldverði? Taka góðan tíma í að borða Er það algjört leyndarmál að vita hvaða þjóðir eru vanar að borða bæði hádegismat og kvöldmat seinna að deginum en við og að fólk af því þjóðerni væri oftar en ekki mjög þakklátt ef því væri bent á veitingastaði þar sem panta má gæðamat klukkan ellefu á kvöldin? Hvaðan koma grænmetisæturnar? Er það feimnismál eða kannski bara sjálfsögð kurteisi að spyrja hvort einhverjir gesta séu með fæðuóþol, borði ekki kjöt og svo framvegis? Sjálf hef ég oft farið svöng heim úr boðum því ég borða ekki kjöt og er of kurteis til að að láta vita. Ég væri afar þakklát ef einhverjir þyrðu að spyrja svo þetta væri ekki leyndarmál sem þarf að pukrast með. Ein hnetusteik, eggjabaka eða stærri salatskammtur myndi leysa vandamálið. Fyrst við erum farin að ræða þetta þá eru líka til þjóðir þar sem er miklu ríkari hefð fyrir grænmetisfæði en hjá okkur, aðrir hópar borða ekki svínakjöt eða kjöt og mjólk á sama tíma og enn aðrar fúlsa við hráu grænmeti. Hvað segir myndmálið okkur um hversu sterkur maturinn er?Aðsend Málið er sem sagt það að engin er að tala um að snúa öllu á hvolf við móttöku gesta af hinum ýmsu þjóðernum heldur fræðast um lífstíl þeirra og ná þannig betur að koma til móts við þarfir þeirra. Þannig styrkjum við þá upplifun þeirra að þeir séu velkomnir! Höf rekur starfsþjálfunarfyrirtækið gerumbetur.is og er höfundur nýrrar bókar: Do´s & Dont´s When Welcoming Foreign Guests. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Ferðalög Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sumir myndu kannski segja sem svo: „Það fer í taugarnar á mér þegar fólk alhæfir um menningu þjóða. Það er ekki hægt að alhæfa svona um margar milljónir manna sem eiga það eitt sameiginlegt að lifa á sama stað. Það er fordómafullt.” Ef þetta er skoðun þín þá má velta því fyrir sér hvort að hún feli ekki einmitt í sér alhæfingu! Það er hugulsamt að þekkja þarfir gesta Á námskeiðum sem ég hef haldið um ólíka menningarheima, fjölmenningu og þjónustu get ég þess gjarnan að fyrir 25 öldum sagði kínverski heimspekingurinn Konfúsíus að í eðlinu værum við öll lík en það væru siðir og venjur sem skildu okkur að. Á Íslandi segjum við að sinn sé siðurinn í landi hverju. Rannsóknir sýna nefnilega að hver þjóð og menningarheimur hafa sín sérkenni. Á sama tíma blasir það og við að einstaklingar eru ekki allir steyptir í sama mót. Hverjir elska te? Eru það feimnismál sem aðeins má ræða baksviðs eða þvert á móti jákvætt að vita að stóru þjóðirnar í Asíu eru miklar teþjóðir og drekka jafnvel te eða volgt vatn með mat? Eða að í þeirra siðmenningu þykir það ókurteisi að benda með einum putta en kurteisi að benda með allri hendinni? Sýna eldra fólki frá Asíu virðingu Er það kannski vænlegra til árangurs að upplýsa starfsfólkið þitt um að rík hefð sé fyrir því að sýna eldra fólki frá Asíulöndum virðingu svo og að gefa stöðu fólks til kynna með sama hætti. Myndin er tekin í Japan.Aðsend Mynd tekin í VíetnamAðsend Kurteisasta þjóð í heimi? Miðað við staðhæfinguna í upphafi er þá betra að hafa hljótt um það að ein kurteisasta þjóð Asíu kann vel að meta að allt sé nákvæmlega eins og samið var um í upphaflegri pöntun þeirra á ferðaskrifstofu. Þar ræður varkárni og öryggi för og því sérstaklega mikilvægt fyrir þau að fá staðfest að umbeðin þjónusta verði veitt. Fyrirmæli um mat, gistingu og afþreyingu verða að standast 100% og starfsmenn verða því að fylgja þeim í smáatriðum. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá kunna þau vel að meta einlæga afsökunarbeiðni. Þessi þjóð er svo kurteis að þar stendur starfsfólkið á hótelinu út í kulda og trekk til að veifa gestunum í rútunni í kveðjuskyni og sama gerðu flugvallarstarfsmennirnir þegar þotan okkar yfirgaf hlaðið. Hávaxnasta þjóð í heimi? Eru það fordómar eða jákvæð öflun upplýsinga að vita að margir frá landi túlípanans eru hávaxnir (og glæsilegir)? Er kannski réttast að yppta öxlum og leyfa þeim bara að sitja í keng í bílaleigubílnum eða sofa i fósturstellingu í rúmi sökum plássleysis? Af hverju skyldi þessa rúta í Japan velja númeri 88888?Aðsend Vín- og kaffiþjóðir Og er það sjálfsögð fróðleiksfýsni eða bara óþarfa hnýsni að vita að sumar þjóðir vilja byrja daginn með gæðakaffi með heitri mjólk en þiggja gjarnan léttvín með hádegis- og kvöldverði? Taka góðan tíma í að borða Er það algjört leyndarmál að vita hvaða þjóðir eru vanar að borða bæði hádegismat og kvöldmat seinna að deginum en við og að fólk af því þjóðerni væri oftar en ekki mjög þakklátt ef því væri bent á veitingastaði þar sem panta má gæðamat klukkan ellefu á kvöldin? Hvaðan koma grænmetisæturnar? Er það feimnismál eða kannski bara sjálfsögð kurteisi að spyrja hvort einhverjir gesta séu með fæðuóþol, borði ekki kjöt og svo framvegis? Sjálf hef ég oft farið svöng heim úr boðum því ég borða ekki kjöt og er of kurteis til að að láta vita. Ég væri afar þakklát ef einhverjir þyrðu að spyrja svo þetta væri ekki leyndarmál sem þarf að pukrast með. Ein hnetusteik, eggjabaka eða stærri salatskammtur myndi leysa vandamálið. Fyrst við erum farin að ræða þetta þá eru líka til þjóðir þar sem er miklu ríkari hefð fyrir grænmetisfæði en hjá okkur, aðrir hópar borða ekki svínakjöt eða kjöt og mjólk á sama tíma og enn aðrar fúlsa við hráu grænmeti. Hvað segir myndmálið okkur um hversu sterkur maturinn er?Aðsend Málið er sem sagt það að engin er að tala um að snúa öllu á hvolf við móttöku gesta af hinum ýmsu þjóðernum heldur fræðast um lífstíl þeirra og ná þannig betur að koma til móts við þarfir þeirra. Þannig styrkjum við þá upplifun þeirra að þeir séu velkomnir! Höf rekur starfsþjálfunarfyrirtækið gerumbetur.is og er höfundur nýrrar bókar: Do´s & Dont´s When Welcoming Foreign Guests.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar