Börn með skólatöskur Mjöll Matthíasdóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mjöll Matthíasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun