Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2024 08:10 Rasheed var handtekinn eftir ábendingar frá Interpol og yfirvöldum í Bandaríkjunum. Getty Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu. Ákæruliðirnir gegn Rasheed voru 119 og tengdust 286 þolendum frá 20 ríkjum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Tveir þriðjuhlutar fórnarlambanna voru yngri en 16 ára. Rasheed myndaði tengsl við fórnarlömb sín með því að þykjast vera ónefnd 15 ára bandarísk YouTube-stjarna. Samtölin urðu kynferðislegri eftir því sem á leið og að lokum hótaði hann því að birta þau og senda á vini og fjölskyldumeðlimi ef stúlkurnar gerðu ekki eins og hann sagði. Hinar kynferðislegum athafnir urðu smám saman meira og meira niðurlægjandi, að því er kemur fram í umfjöllun fjölmiðla, og beindust í sumum tilvikum að öðrum börnum á heimili þolandans eða jafnvel gæludýrum. Dómarinn í málinu komst að sömu niðurstöðu og saksóknarinn; að um væri að ræða fordæmalaust mál og eitt það ógeðfelldasta sem komið hefði upp í Ástralíu. Margar stúlknanna höfðu trúað Rasheed, í dulargervi YouTube-stjörnu, fyrir því að þær ættu við erfiðleika að stríða og væru jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Dómarinn sagði Rasheed hafa virt þetta að engu og haldið áfram að kúga þær þrátt fyrir augljósa vanlíðan þeirra og ótta. Rasheed er sagður hafa tilheyrt svokölluðu „incel“-samfélagi á netinu og bauð öðrum, allt að 98 í einu, að horfa á ofbeldið með sér. Hann situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku í bifreið sinni í almenningsgarði í Perth. Umfjöllun BBC. Ástralía Kynferðisofbeldi Netglæpir Erlend sakamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Ákæruliðirnir gegn Rasheed voru 119 og tengdust 286 þolendum frá 20 ríkjum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Tveir þriðjuhlutar fórnarlambanna voru yngri en 16 ára. Rasheed myndaði tengsl við fórnarlömb sín með því að þykjast vera ónefnd 15 ára bandarísk YouTube-stjarna. Samtölin urðu kynferðislegri eftir því sem á leið og að lokum hótaði hann því að birta þau og senda á vini og fjölskyldumeðlimi ef stúlkurnar gerðu ekki eins og hann sagði. Hinar kynferðislegum athafnir urðu smám saman meira og meira niðurlægjandi, að því er kemur fram í umfjöllun fjölmiðla, og beindust í sumum tilvikum að öðrum börnum á heimili þolandans eða jafnvel gæludýrum. Dómarinn í málinu komst að sömu niðurstöðu og saksóknarinn; að um væri að ræða fordæmalaust mál og eitt það ógeðfelldasta sem komið hefði upp í Ástralíu. Margar stúlknanna höfðu trúað Rasheed, í dulargervi YouTube-stjörnu, fyrir því að þær ættu við erfiðleika að stríða og væru jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Dómarinn sagði Rasheed hafa virt þetta að engu og haldið áfram að kúga þær þrátt fyrir augljósa vanlíðan þeirra og ótta. Rasheed er sagður hafa tilheyrt svokölluðu „incel“-samfélagi á netinu og bauð öðrum, allt að 98 í einu, að horfa á ofbeldið með sér. Hann situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku í bifreið sinni í almenningsgarði í Perth. Umfjöllun BBC.
Ástralía Kynferðisofbeldi Netglæpir Erlend sakamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira