Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 08:23 Menningarnótt var annasömu hjá lögreglu. Myndin er úr safni. Vísir Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira