Hlupu blaut úr Bláa lóninu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 14:19 Andrew og Ale segja það hafa verið bæði spennandi og hræðilegt á sama tíma að þurfa að hlaupa úr Bláa lóninu í gær áður en eldgosið hófst. Vísir/Vésteinn Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. „Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira