Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 11:27 Svona var aðkoman í Púkann á mánudag. facebook/uúkinn.com Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. „Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“ Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“
Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira