Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 11:27 Svona var aðkoman í Púkann á mánudag. facebook/uúkinn.com Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. „Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“ Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“
Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira