Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 08:31 Seðlabankinn hefur verið undir verulegum þrýstingi að lækka vexti þrátt fyrir að verðbógla mælist viðvarandi há. Vísir/Vilhelm Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um ákvörðun sínum um að halda meginvöxtum sínum, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, í 9,25 prósentum í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga er enn metin mikil og verðhækkanir séu á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Þó að hægt hafi á innlendri eftirspurn undanfarið í ár í takt við aukið peningalegt taumhald sé nokkur spenna enn til staðar í þjóðarbúinu. Lítið hafi dregið úr henni frá því í maí. Nefndin telur horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar. Núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgunni niður í markmið bankans en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli eftir varkárni. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 2. október, eftir sex vikur. Ákvörðunarinnar í dag hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu jafnvel þótt að greinendur hefðu spáð því réttilega að bankinn hróflaði ekki við vöxtunum í ljósi viðvarandi verðbólgu. Hún mældist 6,3 prósent á ársgrundvelli í síðustu mælingu Hagstofunnar sem var birt 24. júlí. Bæði fulltrúar atvinnulífs og launþega hafa þrýst opinberlega á bankann að lækka stýrivexti sína. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á kynningarfundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um ákvörðun sínum um að halda meginvöxtum sínum, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, í 9,25 prósentum í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga er enn metin mikil og verðhækkanir séu á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Þó að hægt hafi á innlendri eftirspurn undanfarið í ár í takt við aukið peningalegt taumhald sé nokkur spenna enn til staðar í þjóðarbúinu. Lítið hafi dregið úr henni frá því í maí. Nefndin telur horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar. Núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgunni niður í markmið bankans en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli eftir varkárni. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 2. október, eftir sex vikur. Ákvörðunarinnar í dag hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu jafnvel þótt að greinendur hefðu spáð því réttilega að bankinn hróflaði ekki við vöxtunum í ljósi viðvarandi verðbólgu. Hún mældist 6,3 prósent á ársgrundvelli í síðustu mælingu Hagstofunnar sem var birt 24. júlí. Bæði fulltrúar atvinnulífs og launþega hafa þrýst opinberlega á bankann að lækka stýrivexti sína. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á kynningarfundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira