Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 19:22 Benjamín Julian er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Bjarni Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“ Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“
Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48
Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02