Er „Stem“ áherslan í skólakerfinu tímaskekkja? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 17. ágúst 2024 07:30 Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Tækni Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar