Vonir bundnar við „heilagan kaleik“ við sykursýki týpu 1 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2024 08:37 Maður sprautar sig með insúlíni. Getty Vísindamenn hafa þróað nýja tegund insúlíns sem bregst við breytingum á blóðsykursmagni líkamans í rauntíma. Vonir eru bundar við að einstaklingar með sykursýki muni í framtíðinni aðeins þurfa að taka insúlín einu sinni í viku. Insúlín er notað til að koma jafnvægi á blóðsykurinn hjá einstaklingum með sykursýki, sem þurfa sumir hverjir að nota insúlín allt að tíu sinnum á dag. Vísindamenn í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína vinna hins vegar að nýrri tegund insúlíns, sem „liggur í dvala“ í líkamanum og bregst aðeins við þegar ójafnvægi er komið á. Tim Heise, varaformaður ráðgjafanefndar Type 1 Diabetes Grand Challenge, segir mögulega um að ræða nýtt tímabil í baráttunni við sykursýki týpu 1. Svokölluð GRI lyf séu „hinn heilagi kaleikur“ og lyfjameðferðir muni varla komast nær því að lækna sjúkdóminn. GRI stendur fyrir „glucose responsive insulin“. Type 1 Diabetes Grand Challenge er átaksverkefni þar sem 50 milljónum punda verður varið í nýjar rannsóknir á nýjum meðferðarúrræðum við sýkursýki týpu 1. Sex verkefni hafa þegar verið styrkt en fjögur þeirra miða að því að þróa GRI og eitt hraðvirkara insúlín. Elizabeth Robertson, yfirmaður rannsókna hjá Diabetes UK, segir rannsóknirnar mögulega munu umbylta meðhöndlun sykursýki týpu 1 og bæta líkamlega og andlega heilsu einstaklinga með sjúkdóminn, sem munu ekki lengur þurfa að huga að insúlíngjöf mörgum sinnum á dag. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Insúlín er notað til að koma jafnvægi á blóðsykurinn hjá einstaklingum með sykursýki, sem þurfa sumir hverjir að nota insúlín allt að tíu sinnum á dag. Vísindamenn í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína vinna hins vegar að nýrri tegund insúlíns, sem „liggur í dvala“ í líkamanum og bregst aðeins við þegar ójafnvægi er komið á. Tim Heise, varaformaður ráðgjafanefndar Type 1 Diabetes Grand Challenge, segir mögulega um að ræða nýtt tímabil í baráttunni við sykursýki týpu 1. Svokölluð GRI lyf séu „hinn heilagi kaleikur“ og lyfjameðferðir muni varla komast nær því að lækna sjúkdóminn. GRI stendur fyrir „glucose responsive insulin“. Type 1 Diabetes Grand Challenge er átaksverkefni þar sem 50 milljónum punda verður varið í nýjar rannsóknir á nýjum meðferðarúrræðum við sýkursýki týpu 1. Sex verkefni hafa þegar verið styrkt en fjögur þeirra miða að því að þróa GRI og eitt hraðvirkara insúlín. Elizabeth Robertson, yfirmaður rannsókna hjá Diabetes UK, segir rannsóknirnar mögulega munu umbylta meðhöndlun sykursýki týpu 1 og bæta líkamlega og andlega heilsu einstaklinga með sjúkdóminn, sem munu ekki lengur þurfa að huga að insúlíngjöf mörgum sinnum á dag. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira