Hvernig komum við böndum á kapitalismann? Reynir Böðvarsson skrifar 11. ágúst 2024 13:00 Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningu sem mér láðist þó að svara en hafði kannski lofað, „Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er.” Loforðið fólst nánast í spurningunni sem kom fram í byrjun textans. Ég ætla að reyna hér að gera grein fyrir skoðunum mínum hvað varðar þær breytingar á þjóðfélaginu sem ég tel að séu nauðsynlegar til þess að komast úr þeirri úlfakreppu sem Nýfrjálshyggjan hefur skapað okkur. Við erum orðin að þrælum markaðarins í stað þess að nota jákvæðu eiginleika hans í okkar þágu. Við erum ekki lengur ráðandi í eigin húsi, einhver annar hefur tekið yfir húsbóndavaldið og það er ekki eiginkonan eða eiginmaðurinn heldur markaðurinn. Allt er orðið meira og minna markaðsvætt í umhverfi okkar og allt einungis metið í krónum og aurum, orðið hagræðing er sett efst á stall orða en orð eins og gleði, hamingja og gæði er bara talið flumm sem engan veginn eigi heima í þjóðfélagsumræðunni. Það er einnig nokkuð augljóst að lýðræðið er í fjötrum markaðarins, fjölmiðlar gjörsamlega bundnir vilja sérhagsmuna og tekjum frá auglýsingum, öll upplýsingagjöf til almennings er háð þeim leikreglum sem markaðurinn setur. Peningar, eða fjöldi þeirra, er orðið það sem skiptir meira máli en fjöldi atkvæða í kjördæminu. Peningar eru einfaldlega notaðir til áróðurs og jafnvel falsfrétta í þágu peningavaldsins. Allt upplýsingastreymi til almennings fer sem sagt í gegnum skoðunarmyllu fjármagnseigenda, gagnrýn þjóðfélagsumræða og frjáls skoðanamyndun í samfélaginu er því nánast óframkvæmanleg vegna skorts á fjármögnun, þeir sem eiga peninga hafa ekki áhuga á slíku. Augljósasta sönnunin fyrir því að þetta virkar svona eru þeir fjármunir sem kapítalistarnir leggja fram í bullandi taprekstur á fjölmiðlamarkaði og svo einmitt í auglýsingar. Það væri ekki verið að ausa fjármunum á þennan hátt ef það borgaði sig ekki fyrir þá sjálfa. Ég er á þeirri skoðun að það verði að byggja inn fjölmiðlun í sjálft lýðræðið. Sem þýðir að óháð upplýsingastreymi til almennings sé tryggt í lýðræðisferlinu á sama hátt og tryggt er að þú farir einn í kjörklefann. Óheftur aðgangur peningavaldsins að upplýsingamiðlun til almennings er í raun andlýðræðislegt og getur engan veginn farið saman við það sem við köllum raunverulegt lýðræði. Það þarf sem sagt að byggja inn í stofnunarkerfi lýðræðisríkja einhverskonar upplýsingastofnun sem væri varin afskiptum ríkisvaldsins á svipaðan hátt og dómstólar. Óháð stofnun sem viðurkennd er sem grundvallarstólpi lýðræðisins, eins og dómstólar eða skólar. Það gengur ekki lengur að láta auðjöfra vaða um á skítugum skónum um ganga og stofur eins mikilvægasta hluta húss lýðræðisins sem er fjölmiðlun. Kapítalisminn byggir meira og minna á lygi, hver einasta auglýsing sem birt er í sjónvarpi gætir ekki hlutleysis gagnvart svipuðum vörum frá öðrum framleiðendum, auðvitað er verið að framhefja eigin vöru eins og hægt er. Sannleikurinn er ekki málið, raunverulegu gæðin og gagnið ekki heldur, málið er að plata þig til að kaupa vöruna. Það getur vel verið að það hittist svo á að þetta sé besta sambærilega varan á markaðnum en þú sem kaupandi getur aldrei vitað það með vissu. Öll erum við í gegnum fjölmiðla meira og minna undir áreiti þeirra sem vilja okkur eitthvað, selja okkur vöru eða hugmynd, jafnvel lífsviðhorf. Kannski er aðal markaðsvaran sjálfur kapítalisminn. Eitt er alveg ljóst að við erum ekki frjáls í þessu umhverfi og þegar við förum í kjörklefann erum við ekki óháð þeim áróðri sem vald peninganna hefur gefið þeim sem það hafa. Lýðræðið í þeirri mynd sem við sjáum nú á vesturlöndum er að meira eða minna leiti blekking, hefur í raun ekkert með raunverulegt lýðræði að gera. Það sem við búum við er auðræði, veldi hinna ríku. Þegar við lítum í kringum okkur í hinum vestræna heimi þá er útlitið ekki fagurt. Hver furðufuglinn á fætur öðrum kemst til valda í svokölluðum lýðræðisríkjum. Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson og Viktor Orbàn eru fjögur dæmi um leiðtoga sem ættu varla að komast til valda í eðlilegu lýðræðisferli. Við gætum líka nefnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hér á Íslandi í þessu samhengi. Það er augljóslega eitthvað bjagað, eitthvað alvarlegt að sjálfu kerfinu þegar svona einstaklingar veljast til æðstu embætta í lýðræðisríkjum. Við vitum hvað það er og við þurfum að taka á því. Til þess að fyrirbyggja óöld og óeirðir á vesturlöndum í framtíðinni þá verður að koma lýðræðinu í lag, koma á alvöru lýðræði þar sem upplýsingamiðlun til almennings er skilgreindur hluti lýðræðisferlisins á svipaðan hátt og leynilegar kosningar. Almenningur kemur ekki til með að sætta sig við til lengdar að þeirra raunveruleiki sé í svona hróplegu misræmi það sem speglað er í fjölmiðlum, ekki bara fjölmiðlum auðmanna heldur líka svo kölluðum óháðum fjölmiðlum þar sem þeir verða meira og minna að spila sömu melódíu og aðrir að öðrum kosti verða undir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningu sem mér láðist þó að svara en hafði kannski lofað, „Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er.” Loforðið fólst nánast í spurningunni sem kom fram í byrjun textans. Ég ætla að reyna hér að gera grein fyrir skoðunum mínum hvað varðar þær breytingar á þjóðfélaginu sem ég tel að séu nauðsynlegar til þess að komast úr þeirri úlfakreppu sem Nýfrjálshyggjan hefur skapað okkur. Við erum orðin að þrælum markaðarins í stað þess að nota jákvæðu eiginleika hans í okkar þágu. Við erum ekki lengur ráðandi í eigin húsi, einhver annar hefur tekið yfir húsbóndavaldið og það er ekki eiginkonan eða eiginmaðurinn heldur markaðurinn. Allt er orðið meira og minna markaðsvætt í umhverfi okkar og allt einungis metið í krónum og aurum, orðið hagræðing er sett efst á stall orða en orð eins og gleði, hamingja og gæði er bara talið flumm sem engan veginn eigi heima í þjóðfélagsumræðunni. Það er einnig nokkuð augljóst að lýðræðið er í fjötrum markaðarins, fjölmiðlar gjörsamlega bundnir vilja sérhagsmuna og tekjum frá auglýsingum, öll upplýsingagjöf til almennings er háð þeim leikreglum sem markaðurinn setur. Peningar, eða fjöldi þeirra, er orðið það sem skiptir meira máli en fjöldi atkvæða í kjördæminu. Peningar eru einfaldlega notaðir til áróðurs og jafnvel falsfrétta í þágu peningavaldsins. Allt upplýsingastreymi til almennings fer sem sagt í gegnum skoðunarmyllu fjármagnseigenda, gagnrýn þjóðfélagsumræða og frjáls skoðanamyndun í samfélaginu er því nánast óframkvæmanleg vegna skorts á fjármögnun, þeir sem eiga peninga hafa ekki áhuga á slíku. Augljósasta sönnunin fyrir því að þetta virkar svona eru þeir fjármunir sem kapítalistarnir leggja fram í bullandi taprekstur á fjölmiðlamarkaði og svo einmitt í auglýsingar. Það væri ekki verið að ausa fjármunum á þennan hátt ef það borgaði sig ekki fyrir þá sjálfa. Ég er á þeirri skoðun að það verði að byggja inn fjölmiðlun í sjálft lýðræðið. Sem þýðir að óháð upplýsingastreymi til almennings sé tryggt í lýðræðisferlinu á sama hátt og tryggt er að þú farir einn í kjörklefann. Óheftur aðgangur peningavaldsins að upplýsingamiðlun til almennings er í raun andlýðræðislegt og getur engan veginn farið saman við það sem við köllum raunverulegt lýðræði. Það þarf sem sagt að byggja inn í stofnunarkerfi lýðræðisríkja einhverskonar upplýsingastofnun sem væri varin afskiptum ríkisvaldsins á svipaðan hátt og dómstólar. Óháð stofnun sem viðurkennd er sem grundvallarstólpi lýðræðisins, eins og dómstólar eða skólar. Það gengur ekki lengur að láta auðjöfra vaða um á skítugum skónum um ganga og stofur eins mikilvægasta hluta húss lýðræðisins sem er fjölmiðlun. Kapítalisminn byggir meira og minna á lygi, hver einasta auglýsing sem birt er í sjónvarpi gætir ekki hlutleysis gagnvart svipuðum vörum frá öðrum framleiðendum, auðvitað er verið að framhefja eigin vöru eins og hægt er. Sannleikurinn er ekki málið, raunverulegu gæðin og gagnið ekki heldur, málið er að plata þig til að kaupa vöruna. Það getur vel verið að það hittist svo á að þetta sé besta sambærilega varan á markaðnum en þú sem kaupandi getur aldrei vitað það með vissu. Öll erum við í gegnum fjölmiðla meira og minna undir áreiti þeirra sem vilja okkur eitthvað, selja okkur vöru eða hugmynd, jafnvel lífsviðhorf. Kannski er aðal markaðsvaran sjálfur kapítalisminn. Eitt er alveg ljóst að við erum ekki frjáls í þessu umhverfi og þegar við förum í kjörklefann erum við ekki óháð þeim áróðri sem vald peninganna hefur gefið þeim sem það hafa. Lýðræðið í þeirri mynd sem við sjáum nú á vesturlöndum er að meira eða minna leiti blekking, hefur í raun ekkert með raunverulegt lýðræði að gera. Það sem við búum við er auðræði, veldi hinna ríku. Þegar við lítum í kringum okkur í hinum vestræna heimi þá er útlitið ekki fagurt. Hver furðufuglinn á fætur öðrum kemst til valda í svokölluðum lýðræðisríkjum. Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson og Viktor Orbàn eru fjögur dæmi um leiðtoga sem ættu varla að komast til valda í eðlilegu lýðræðisferli. Við gætum líka nefnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hér á Íslandi í þessu samhengi. Það er augljóslega eitthvað bjagað, eitthvað alvarlegt að sjálfu kerfinu þegar svona einstaklingar veljast til æðstu embætta í lýðræðisríkjum. Við vitum hvað það er og við þurfum að taka á því. Til þess að fyrirbyggja óöld og óeirðir á vesturlöndum í framtíðinni þá verður að koma lýðræðinu í lag, koma á alvöru lýðræði þar sem upplýsingamiðlun til almennings er skilgreindur hluti lýðræðisferlisins á svipaðan hátt og leynilegar kosningar. Almenningur kemur ekki til með að sætta sig við til lengdar að þeirra raunveruleiki sé í svona hróplegu misræmi það sem speglað er í fjölmiðlum, ekki bara fjölmiðlum auðmanna heldur líka svo kölluðum óháðum fjölmiðlum þar sem þeir verða meira og minna að spila sömu melódíu og aðrir að öðrum kosti verða undir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun