Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 10:29 Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hét stuðningsmönnum sínum því að fangelsa fleiri stjórnarandstæðinga sem andæfa kosningaúrslitunum á laugardag. AP/Matias Delacroix Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. Stjórnarandstaðan hafnar opinberum úrslitum yfirkjörstjórnar um að Maduro hafi unnið með ríflega helmingi atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram þarsíðasta sunnudag. Talningarblöð frá um áttatíu prósent kjörstaða sem hún hefur birt benda til þess að Edmundo González, mótframbjóðandi Maduro, hafi farið með sigur af hólmi. Yfirkjörstjórn hefur ekki birt talningargögn, ólíkt því sem hefur tíðast eftir fyrri kosningar. Maduro hefur hótað því að fangelsa González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og fóru þau bæði í felur í síðustu viku. Machado lét sjá sig á fjöldafundi stjórnarandstæðinga til þess að mótmæla kosningaúrslitunum í Caracas á laugardag. Nú segir Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að hann hafi sett af stað sakamálarannsókn á yfirlýsingum Machado og González um að þau séu raunverulegir sigurvegarar kosninganna. Hann vísar einnig til hvatningar þeirra til liðsmanna öryggissveita ríkisins um að þeir endurskoði stuðning sinn við stjórnvöld. „Við biðlum til samvisku hersins og lögreglu að þeir taki sér stöðu með þjóðinni og fjölskyldum sínum,“ sagði í yfirlýsingu Machado og González. „Við unnum vafalaust í þessum kosningum. Þetta var stórsigur. Nú er það upp á okkur öll komið að virða rödd þjóðarinnar.“ Sakar Saab stjórnarandstöðuleiðtogana um tilraun til valdarán og að dreifa fölskum upplýsingum til þess að valda „ótta og samsæri“, að sögn AP-fréttastofunnar. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið og fleiri en tvö þúsund verið handteknir í tengslum við mótmæli gegn kosningaúrslitunum til þessa. Venesúela Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar opinberum úrslitum yfirkjörstjórnar um að Maduro hafi unnið með ríflega helmingi atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram þarsíðasta sunnudag. Talningarblöð frá um áttatíu prósent kjörstaða sem hún hefur birt benda til þess að Edmundo González, mótframbjóðandi Maduro, hafi farið með sigur af hólmi. Yfirkjörstjórn hefur ekki birt talningargögn, ólíkt því sem hefur tíðast eftir fyrri kosningar. Maduro hefur hótað því að fangelsa González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og fóru þau bæði í felur í síðustu viku. Machado lét sjá sig á fjöldafundi stjórnarandstæðinga til þess að mótmæla kosningaúrslitunum í Caracas á laugardag. Nú segir Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að hann hafi sett af stað sakamálarannsókn á yfirlýsingum Machado og González um að þau séu raunverulegir sigurvegarar kosninganna. Hann vísar einnig til hvatningar þeirra til liðsmanna öryggissveita ríkisins um að þeir endurskoði stuðning sinn við stjórnvöld. „Við biðlum til samvisku hersins og lögreglu að þeir taki sér stöðu með þjóðinni og fjölskyldum sínum,“ sagði í yfirlýsingu Machado og González. „Við unnum vafalaust í þessum kosningum. Þetta var stórsigur. Nú er það upp á okkur öll komið að virða rödd þjóðarinnar.“ Sakar Saab stjórnarandstöðuleiðtogana um tilraun til valdarán og að dreifa fölskum upplýsingum til þess að valda „ótta og samsæri“, að sögn AP-fréttastofunnar. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið og fleiri en tvö þúsund verið handteknir í tengslum við mótmæli gegn kosningaúrslitunum til þessa.
Venesúela Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira