Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja létust á heimavistarskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 07:52 Donovan Archambault segir frá reynslu sinni. AP/Matthew Brown Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja dóu í heimavistarskólum í Bandaríkjunum sem reknir voru af yfirvöldum eða trúarstofnunum. Markmiðið með vistun barnanna var að aðlaga þau hvítu samfélagi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira