Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2024 20:59 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira