Á fjórða þúsund manna glímir við mikla elda í Kaliforníu Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 29. júlí 2024 08:20 Flugvél sleppir eldtefjandi efni yfir Park-eldana við Forest Ranch í Kaliforníu í gær. AP/Nic Coury Miklir gróðureldar geisa í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum og ná þeir nú yfir tuttugu ferkílómetra svæði. Á fjórða þúsund viðbragðsaðila glímir við eldana en upptök þeirra eru rakin til brennandi bíls sem var velt út í gil í síðustu viku. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir meira en 140 þúsund hektara landsvæði frá því að þeir kviknuðu á miðvikudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Það er stærra en Los Angeles-stórborgarsvæðið. Á sjöunda tug bygginga hafa eyðilagst í eldinum en engan hefur sakað til þessa. Íbúum í bæjum í Butte-sýslu var sagt að vera í viðbragðsstöðu að yfirgefa heimili sín í gær, þar á meðal í bænum Paradise sem brann nær til kaldra kola í gróðureldi árið 2018. Slökkviliðsmönnum hefur gengur erfiðlega að ráða niðurlögum eldanna. Aðstæður á vettvangi hafa gert þeim erfitt fyrir, svæðið er brattlent og vindar blása. Einhver árangur náðist þó í gær þegar veðuraðstæður urðu hagfelldari með svalara og rakara lofti, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum með því að velta brennandi bíl út í gil í nágrenni við þekkt útivistarsvæði við borgina Chico í Butte-sýslu. Maðurinn flúði vettvang. Park-eldarnir, eins og þeir hafa verið nefndir, eru umfangsmestu gróðureldarnir í Kaliforníu í ár. Hann er þó aðeins einn af fleiri en hundrað gróðureldum sem brunnu í Bandaríkjunum í gær. Viðvaranir vegna reykmengunar frá eldunum voru í gildi þar sem milljónir manna búa í norðvestanverðum Bandaríkjunum og vestanverðu Kanada í gær. Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir meira en 140 þúsund hektara landsvæði frá því að þeir kviknuðu á miðvikudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Það er stærra en Los Angeles-stórborgarsvæðið. Á sjöunda tug bygginga hafa eyðilagst í eldinum en engan hefur sakað til þessa. Íbúum í bæjum í Butte-sýslu var sagt að vera í viðbragðsstöðu að yfirgefa heimili sín í gær, þar á meðal í bænum Paradise sem brann nær til kaldra kola í gróðureldi árið 2018. Slökkviliðsmönnum hefur gengur erfiðlega að ráða niðurlögum eldanna. Aðstæður á vettvangi hafa gert þeim erfitt fyrir, svæðið er brattlent og vindar blása. Einhver árangur náðist þó í gær þegar veðuraðstæður urðu hagfelldari með svalara og rakara lofti, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum með því að velta brennandi bíl út í gil í nágrenni við þekkt útivistarsvæði við borgina Chico í Butte-sýslu. Maðurinn flúði vettvang. Park-eldarnir, eins og þeir hafa verið nefndir, eru umfangsmestu gróðureldarnir í Kaliforníu í ár. Hann er þó aðeins einn af fleiri en hundrað gróðureldum sem brunnu í Bandaríkjunum í gær. Viðvaranir vegna reykmengunar frá eldunum voru í gildi þar sem milljónir manna búa í norðvestanverðum Bandaríkjunum og vestanverðu Kanada í gær.
Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent