Ruslabelgir frá Norður-Kóreu raska flugferðum og kveikja eld Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 11:25 Suðurkóreskir hermenn skófla upp papparusli sem barst með norðurkóreskum loftbelg í Incheon í gær. AP/Lim Sun-suk/Yonhap Loftbelgir með sem Norðurkóreumenn senda yfir landamærin til nágranna sinna í suðri hafa valdið töluverðum usla síðasta sólarhringinn. Flugferðum var frestað á flugvelli í Seúl vegna belgjanna og einn þeirra tendraði eld á þaki íbúðarbyggingar. Suðurkóresk yfirvöld áætla að um fimm hundruð loftbelgir fullir af pappa- og plastsorpi hafi svifið yfir landamærin og inn í lofthelgi þeirra frá því í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðanmenn hafa ítrekað sent slíka belgi undanfarnar vikur sem svar við sendingum norðurkóreskra flóttamanna og aðgerðasinna í Suður-Kóreu. Þeir hafa sent áróðusbleðla, lyf, peninga og minniskubba með popptónlistarmyndböndum og sjónvarpsþáttum yfir til Norður-Kóreu. Talsmaður herforingjaráðs landsins segir að sumir belgjanna séu með klukku og séu stilltir til að springa innan ákveðins tíma og dreifa ruslinu. Eldhætta væri vegna þeirra. Eldur kviknaði í einum loftbelg sem lenti á þaki íbúðarbygginga í Gyeonggi-héraði nærri Seúl. Flugferðum til og frá Gimpo-flugvelli í Seúl var frestað í tvær klukkustundir í gærkvöldi vegna loftsbelgs sem var talinn innan flugstjórnarsvæðisins. Norðurkóresku belgirnir hafa ítrekað raskað ferðum á Incheon-flugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, undanfarnar vikur. Nokkrir loftbelgir lentu jafnframt í grennd við forsetahöll Suður-Kóreu á miðvikudag. Norðurkóreskur loftbelgirnir hafa ekki valdið meiriháttar skemmdum til þessa. Þeir eru þó sagðir skjóta sunnanmönnum skelk í bringum um að þeir gætu verið notaðir til þess að varpa efna- eða sýklavopnum yfir landið. Sunnanmenn hafa veigrað sér við að skjóta belgina niður af ótta við að fallandi byssukúlur gætu valdið skaða og að belgirnir gætu innihaldið hættuleg efni, að sögn AP-fréttastofunnar. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Suðurkóresk yfirvöld áætla að um fimm hundruð loftbelgir fullir af pappa- og plastsorpi hafi svifið yfir landamærin og inn í lofthelgi þeirra frá því í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðanmenn hafa ítrekað sent slíka belgi undanfarnar vikur sem svar við sendingum norðurkóreskra flóttamanna og aðgerðasinna í Suður-Kóreu. Þeir hafa sent áróðusbleðla, lyf, peninga og minniskubba með popptónlistarmyndböndum og sjónvarpsþáttum yfir til Norður-Kóreu. Talsmaður herforingjaráðs landsins segir að sumir belgjanna séu með klukku og séu stilltir til að springa innan ákveðins tíma og dreifa ruslinu. Eldhætta væri vegna þeirra. Eldur kviknaði í einum loftbelg sem lenti á þaki íbúðarbygginga í Gyeonggi-héraði nærri Seúl. Flugferðum til og frá Gimpo-flugvelli í Seúl var frestað í tvær klukkustundir í gærkvöldi vegna loftsbelgs sem var talinn innan flugstjórnarsvæðisins. Norðurkóresku belgirnir hafa ítrekað raskað ferðum á Incheon-flugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, undanfarnar vikur. Nokkrir loftbelgir lentu jafnframt í grennd við forsetahöll Suður-Kóreu á miðvikudag. Norðurkóreskur loftbelgirnir hafa ekki valdið meiriháttar skemmdum til þessa. Þeir eru þó sagðir skjóta sunnanmönnum skelk í bringum um að þeir gætu verið notaðir til þess að varpa efna- eða sýklavopnum yfir landið. Sunnanmenn hafa veigrað sér við að skjóta belgina niður af ótta við að fallandi byssukúlur gætu valdið skaða og að belgirnir gætu innihaldið hættuleg efni, að sögn AP-fréttastofunnar.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira