Ruslabelgir frá Norður-Kóreu raska flugferðum og kveikja eld Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 11:25 Suðurkóreskir hermenn skófla upp papparusli sem barst með norðurkóreskum loftbelg í Incheon í gær. AP/Lim Sun-suk/Yonhap Loftbelgir með sem Norðurkóreumenn senda yfir landamærin til nágranna sinna í suðri hafa valdið töluverðum usla síðasta sólarhringinn. Flugferðum var frestað á flugvelli í Seúl vegna belgjanna og einn þeirra tendraði eld á þaki íbúðarbyggingar. Suðurkóresk yfirvöld áætla að um fimm hundruð loftbelgir fullir af pappa- og plastsorpi hafi svifið yfir landamærin og inn í lofthelgi þeirra frá því í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðanmenn hafa ítrekað sent slíka belgi undanfarnar vikur sem svar við sendingum norðurkóreskra flóttamanna og aðgerðasinna í Suður-Kóreu. Þeir hafa sent áróðusbleðla, lyf, peninga og minniskubba með popptónlistarmyndböndum og sjónvarpsþáttum yfir til Norður-Kóreu. Talsmaður herforingjaráðs landsins segir að sumir belgjanna séu með klukku og séu stilltir til að springa innan ákveðins tíma og dreifa ruslinu. Eldhætta væri vegna þeirra. Eldur kviknaði í einum loftbelg sem lenti á þaki íbúðarbygginga í Gyeonggi-héraði nærri Seúl. Flugferðum til og frá Gimpo-flugvelli í Seúl var frestað í tvær klukkustundir í gærkvöldi vegna loftsbelgs sem var talinn innan flugstjórnarsvæðisins. Norðurkóresku belgirnir hafa ítrekað raskað ferðum á Incheon-flugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, undanfarnar vikur. Nokkrir loftbelgir lentu jafnframt í grennd við forsetahöll Suður-Kóreu á miðvikudag. Norðurkóreskur loftbelgirnir hafa ekki valdið meiriháttar skemmdum til þessa. Þeir eru þó sagðir skjóta sunnanmönnum skelk í bringum um að þeir gætu verið notaðir til þess að varpa efna- eða sýklavopnum yfir landið. Sunnanmenn hafa veigrað sér við að skjóta belgina niður af ótta við að fallandi byssukúlur gætu valdið skaða og að belgirnir gætu innihaldið hættuleg efni, að sögn AP-fréttastofunnar. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Suðurkóresk yfirvöld áætla að um fimm hundruð loftbelgir fullir af pappa- og plastsorpi hafi svifið yfir landamærin og inn í lofthelgi þeirra frá því í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðanmenn hafa ítrekað sent slíka belgi undanfarnar vikur sem svar við sendingum norðurkóreskra flóttamanna og aðgerðasinna í Suður-Kóreu. Þeir hafa sent áróðusbleðla, lyf, peninga og minniskubba með popptónlistarmyndböndum og sjónvarpsþáttum yfir til Norður-Kóreu. Talsmaður herforingjaráðs landsins segir að sumir belgjanna séu með klukku og séu stilltir til að springa innan ákveðins tíma og dreifa ruslinu. Eldhætta væri vegna þeirra. Eldur kviknaði í einum loftbelg sem lenti á þaki íbúðarbygginga í Gyeonggi-héraði nærri Seúl. Flugferðum til og frá Gimpo-flugvelli í Seúl var frestað í tvær klukkustundir í gærkvöldi vegna loftsbelgs sem var talinn innan flugstjórnarsvæðisins. Norðurkóresku belgirnir hafa ítrekað raskað ferðum á Incheon-flugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, undanfarnar vikur. Nokkrir loftbelgir lentu jafnframt í grennd við forsetahöll Suður-Kóreu á miðvikudag. Norðurkóreskur loftbelgirnir hafa ekki valdið meiriháttar skemmdum til þessa. Þeir eru þó sagðir skjóta sunnanmönnum skelk í bringum um að þeir gætu verið notaðir til þess að varpa efna- eða sýklavopnum yfir landið. Sunnanmenn hafa veigrað sér við að skjóta belgina niður af ótta við að fallandi byssukúlur gætu valdið skaða og að belgirnir gætu innihaldið hættuleg efni, að sögn AP-fréttastofunnar.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira