Viðar „Enski“ Skjóldal látinn Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 10:41 Viðar „Enski“ Skjóldal andaðist í svefni að heimili sínu á Spáni. Hann var einstakur maður og eftirminnilegur. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið. Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur. Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur.
Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira