Rússar herða fjandsamlegar aðgerðir gegn NATO-ríkjum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2024 20:29 Leiðtogar þrjátíu og tveggja bandalagsþjóða NATO sitja nú sögulegan fund í sögu bandalagsins í Washington. AP/Evan Vucci Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á skemmdarverkum og árásum á innviði aðildarríkja bandalagsins. Atlantshafsbandalagið bregðist við með því að auka varnir sínar og styrkja hernaðarmátt Úkraínu. Reiknað er með að Úkraínumenn fái langþráðar F16 herþotur í sumar. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra.“ Þetta var megin inntakið í ræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta á 75 ára afmælishátíð Atlantshafsbandalagsins í gærkvöldi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn í Washington. Hann ítrekaði mikilvægi samstöðu bandalagsríkjanna í stuðningi við Úkraínu þegar hann ræddi við fréttamenn í dag.AP/Evan Vucci Að ræðu lokinni skellti hann Presidential Medal of Freedom, æðstu orðu Bandaríkjaforseta, á Jens Stoltenberg fráfarandi framkvæmdastjóra NATO til tíu ára. Hældi honum í hástert fyrir að stýra styrkingu bandalagsins og aðgerðum þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu. En afmælisfundurinn fjallar aðallega um innrás Rússa í Úkraínu og fjandsamlegar aðgerðir Rússa gegn aðildarríkjum NATO. Stoltenberg sagði Rússa herja á NATO ríki. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á spellvirkjum sínum gagnvar bandalagsþjóðum NATO að undanförnu.AP/Matt Rourke „Við höfum séð mynstur aukinna fjandsamlegra aðgerða Rússa, gegn aðildarríkjum NATO á síðustu mánuðum, skipulagðar af rússneskum leyniþjónustustofnunum,“ sagði Stoltenberg á fundi með fréttamönnum í dag. Þar væri um að ræða skemmdarverk, netárásir og alls kyns önnur spellvirki. En NATO hefur ekki svarað ákalli forseta Úkraínu um hraðari afhendingu vopna og tímasetta áætlun um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu. Aðeins talað um brú milli Úkraínu og aðildar. Það voru fagnaðarfundir með Keir Starmer nýjum forsætisráðherra Bretlands og Volodomyr Zelensky forseta Úkraínu í Washington í dag.AP/Stefan Rousseau Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu sagði á fundi með fréttamönnum í Washington í dag að nú biðu allir eftir forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Sjálfur hátíðarfundur NATO væri í skugga þess að allir væru að bíða. „Það er kominn tími til að stíga út úr skugganum, taka sterkar ákvarðanir, grípa til aðgerða en ekki bíða eftir nóvember eða nokkrum öðrum mánuði. Til að ná þessu takmarki verðum við að vera sterk og ósveigjanleg, öll saman,“ sagði Zelensky. Úkraínuforseti sagði að Putin væri líka að bíða þess sem gerðist í nóvembermánuði. Á meðan varpaði hann hins vegar flugskeytum á óbreytta borgara víðs vegar um Úkraínu sem hefðu fellt tugi karla, kvenna og barna á undanförnum sólarhringum. „Hversu lengi endist Pútín? Svarið við þessari spurning er hér í Washington. Hjá forystu ykkar, aðgerðum ykkar, ykkar ákvörðunum. Tími ákvarðana er núna. Valið er ykkar, að bregðast við núna," sagði Zelensky. Keir Starmer nýr forsætisráðherra Bretlands hefur ítrekað einarðan stuðning fyrri ríkisstjórnar Bretlands við málstað Úkraínu. En Bretar hafa verið helstu bandamenn Úkraínumanna allt frá því innrásin hófst í febrúar 2022.AP/Jacquelyn Martin Forseti Bandaríkjanna greindi frá 40 milljarða viðbótarstuðningi frá NATO við Úkraínu í hátíðarræðu sinni í gær og að fleiri loftvarnakerfi væru á leiðinni. En margir hafa gagnrýnt seinagang NATO ríkjanna í ákvörðunum, ekki hvað síst Pólverjar og önnur nágrannaríki Úkrainu og seinagang afhendingu þeirra vopna sem ríkin lofuðu. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir F-16 herþotur loksins á leið til Úkraínu.AP/Jacquelyn Martin Antony Blinken greindi frá stórum áfanga í þessum efnum í Washington í dag. „Það gleður mig líka að tilkynna að í þessum töluðu orðum er flutningur F-16 þotna hafinn, frá Danmörku og Hollandi. Þessar þotur munu fljúga yfir Úkraínu í sumar, til að tryggja að Úkraína geti áfram varið sig gegn árásum Rússa," sagði Blinken. Úkraínumenn vilja hins vegar að Bandaríkin og önnur NATO ríki aflétti hömlum á notkun vopna frá bandalagsríkjunum. Þannig að þeir geti ekki aðeins varist eldflaugaárásum heldur einnig grandað skotpöllum þeirra innan landamæra Rússlands. NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Umfangsmikill aðstoðarpakki á leiðinni Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, segist ætla að bandalagsþjóðir samþykki að veita Úkraínumönnum umfangsmikinn aðstoðarpakka á afmælisfundi bandalagsins sem hófst í Washington í gær og stendur yfir. 10. júlí 2024 15:40 Íslendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum. 10. júlí 2024 12:32 Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21 Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02 Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
„Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra.“ Þetta var megin inntakið í ræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta á 75 ára afmælishátíð Atlantshafsbandalagsins í gærkvöldi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn í Washington. Hann ítrekaði mikilvægi samstöðu bandalagsríkjanna í stuðningi við Úkraínu þegar hann ræddi við fréttamenn í dag.AP/Evan Vucci Að ræðu lokinni skellti hann Presidential Medal of Freedom, æðstu orðu Bandaríkjaforseta, á Jens Stoltenberg fráfarandi framkvæmdastjóra NATO til tíu ára. Hældi honum í hástert fyrir að stýra styrkingu bandalagsins og aðgerðum þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu. En afmælisfundurinn fjallar aðallega um innrás Rússa í Úkraínu og fjandsamlegar aðgerðir Rússa gegn aðildarríkjum NATO. Stoltenberg sagði Rússa herja á NATO ríki. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á spellvirkjum sínum gagnvar bandalagsþjóðum NATO að undanförnu.AP/Matt Rourke „Við höfum séð mynstur aukinna fjandsamlegra aðgerða Rússa, gegn aðildarríkjum NATO á síðustu mánuðum, skipulagðar af rússneskum leyniþjónustustofnunum,“ sagði Stoltenberg á fundi með fréttamönnum í dag. Þar væri um að ræða skemmdarverk, netárásir og alls kyns önnur spellvirki. En NATO hefur ekki svarað ákalli forseta Úkraínu um hraðari afhendingu vopna og tímasetta áætlun um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu. Aðeins talað um brú milli Úkraínu og aðildar. Það voru fagnaðarfundir með Keir Starmer nýjum forsætisráðherra Bretlands og Volodomyr Zelensky forseta Úkraínu í Washington í dag.AP/Stefan Rousseau Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu sagði á fundi með fréttamönnum í Washington í dag að nú biðu allir eftir forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Sjálfur hátíðarfundur NATO væri í skugga þess að allir væru að bíða. „Það er kominn tími til að stíga út úr skugganum, taka sterkar ákvarðanir, grípa til aðgerða en ekki bíða eftir nóvember eða nokkrum öðrum mánuði. Til að ná þessu takmarki verðum við að vera sterk og ósveigjanleg, öll saman,“ sagði Zelensky. Úkraínuforseti sagði að Putin væri líka að bíða þess sem gerðist í nóvembermánuði. Á meðan varpaði hann hins vegar flugskeytum á óbreytta borgara víðs vegar um Úkraínu sem hefðu fellt tugi karla, kvenna og barna á undanförnum sólarhringum. „Hversu lengi endist Pútín? Svarið við þessari spurning er hér í Washington. Hjá forystu ykkar, aðgerðum ykkar, ykkar ákvörðunum. Tími ákvarðana er núna. Valið er ykkar, að bregðast við núna," sagði Zelensky. Keir Starmer nýr forsætisráðherra Bretlands hefur ítrekað einarðan stuðning fyrri ríkisstjórnar Bretlands við málstað Úkraínu. En Bretar hafa verið helstu bandamenn Úkraínumanna allt frá því innrásin hófst í febrúar 2022.AP/Jacquelyn Martin Forseti Bandaríkjanna greindi frá 40 milljarða viðbótarstuðningi frá NATO við Úkraínu í hátíðarræðu sinni í gær og að fleiri loftvarnakerfi væru á leiðinni. En margir hafa gagnrýnt seinagang NATO ríkjanna í ákvörðunum, ekki hvað síst Pólverjar og önnur nágrannaríki Úkrainu og seinagang afhendingu þeirra vopna sem ríkin lofuðu. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir F-16 herþotur loksins á leið til Úkraínu.AP/Jacquelyn Martin Antony Blinken greindi frá stórum áfanga í þessum efnum í Washington í dag. „Það gleður mig líka að tilkynna að í þessum töluðu orðum er flutningur F-16 þotna hafinn, frá Danmörku og Hollandi. Þessar þotur munu fljúga yfir Úkraínu í sumar, til að tryggja að Úkraína geti áfram varið sig gegn árásum Rússa," sagði Blinken. Úkraínumenn vilja hins vegar að Bandaríkin og önnur NATO ríki aflétti hömlum á notkun vopna frá bandalagsríkjunum. Þannig að þeir geti ekki aðeins varist eldflaugaárásum heldur einnig grandað skotpöllum þeirra innan landamæra Rússlands.
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Umfangsmikill aðstoðarpakki á leiðinni Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, segist ætla að bandalagsþjóðir samþykki að veita Úkraínumönnum umfangsmikinn aðstoðarpakka á afmælisfundi bandalagsins sem hófst í Washington í gær og stendur yfir. 10. júlí 2024 15:40 Íslendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum. 10. júlí 2024 12:32 Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21 Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02 Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Umfangsmikill aðstoðarpakki á leiðinni Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, segist ætla að bandalagsþjóðir samþykki að veita Úkraínumönnum umfangsmikinn aðstoðarpakka á afmælisfundi bandalagsins sem hófst í Washington í gær og stendur yfir. 10. júlí 2024 15:40
Íslendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum. 10. júlí 2024 12:32
Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9. júlí 2024 23:21
Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9. júlí 2024 21:02
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 18:19