Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu frambærilegir til vinnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 20:01 Friðþjófi er ekki sérlega skemmt yfir athæfi óboðinna næturgesta á byggingarsvæðinu. Vísir/Einar Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum. Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur. Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur.
Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira