Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu frambærilegir til vinnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 20:01 Friðþjófi er ekki sérlega skemmt yfir athæfi óboðinna næturgesta á byggingarsvæðinu. Vísir/Einar Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum. Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur. Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur.
Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira