„Fjölskyldustund“ Demókrata lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 15:50 Mike Quigley frá Illinois sagðist eftir fundinn standa fastur á þeirri skoðun að Biden ætti að víkja en vildi ekki tjá sig frekar; hann væri þegar dottinn út af jólakortalistanum. AP/John McDonnell Fundi þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lauk nú fyrir stundu en til umræðu var staða Joe Biden sem forsetaefnis flokksins. Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Sjá meira
Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Sjá meira