Frakkar ganga til sögulegra kosninga Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. júlí 2024 12:08 Emmanuel Macron Frakklandsforseti kaus í París í morgun. EPA/Mohammed Badra Frakkar ganga að kjörborðinu að nýju í dag þegar önnur umferð þingkosninga fer fram þar í landi. Búið er að opna kjörstaði. Kosningin gæti orðið söguleg en Þjóðfylking Marine Le Pen leiðir samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var sterkastur eftir fyrri umferð, sem fram fór síðustu helgi, með 33 prósent atkvæða. Fylgi Þjóðfylkingarinnar hefur dalað aðeins eftir því sem liðið hefur á vikuna og telja fæstir því að flokkurinn muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Spár benda til að flokkurinn muni fá 175 til 205 þingsæti af 577. Gangi það eftir tvöfaldar flokkurinn þingmenn sína, en nú eru þeir 88. Miðjuflokkum Emmanuels Macron Frakklandsforseta er spáð 148 þingsætum og líklegt er talið að bandalag vinstri flokka fái milli 145 til 175 þingsæti. Macron boðaði til þingkosninga eftir að Þjóðfylkingin vann stórsigur í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. „Í dag er hættan sú að meirihlutinn stýrist af öfgahægriöflum og það væri katastrófískt,“ segir Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands í viðtali á föstudaginn en í Frakklandi er allur kosningaáróður stranglega bannaður daginn áður en kosið er. Attal hefur lofað að sitja sem fastast í forsætisráðherrastólnum á meðan Macron og félagar ráða ráðum sínum. Breitt bandalag miðjuflokka gæti myndað ríkisstjórn og þar með útilokað jaðarflokkana til hægri og vinstri. Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu höfðu 26,6 prósent kjósenda greitt atkvæði fyrir hádegi. Það er mesta kosningaþátttaka á sama tímabili síðan þingkosninganna þar í landi árið 1981. Frakkland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Fylgi Þjóðfylkingarinnar hefur dalað aðeins eftir því sem liðið hefur á vikuna og telja fæstir því að flokkurinn muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Spár benda til að flokkurinn muni fá 175 til 205 þingsæti af 577. Gangi það eftir tvöfaldar flokkurinn þingmenn sína, en nú eru þeir 88. Miðjuflokkum Emmanuels Macron Frakklandsforseta er spáð 148 þingsætum og líklegt er talið að bandalag vinstri flokka fái milli 145 til 175 þingsæti. Macron boðaði til þingkosninga eftir að Þjóðfylkingin vann stórsigur í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. „Í dag er hættan sú að meirihlutinn stýrist af öfgahægriöflum og það væri katastrófískt,“ segir Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands í viðtali á föstudaginn en í Frakklandi er allur kosningaáróður stranglega bannaður daginn áður en kosið er. Attal hefur lofað að sitja sem fastast í forsætisráðherrastólnum á meðan Macron og félagar ráða ráðum sínum. Breitt bandalag miðjuflokka gæti myndað ríkisstjórn og þar með útilokað jaðarflokkana til hægri og vinstri. Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu höfðu 26,6 prósent kjósenda greitt atkvæði fyrir hádegi. Það er mesta kosningaþátttaka á sama tímabili síðan þingkosninganna þar í landi árið 1981.
Frakkland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira