ESB fyrir almenning Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. júlí 2024 17:01 Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland og útiloka Ísland frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar okkur öll. Ef planið er að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina því það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð og Seðlabankann að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Áætlað er að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar á ári. Við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir við inngöngu í Evrópusambandið. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndu vextir lækka og verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Króna eða evra Í riti Seðlabankans sem kom út haustið 2012 og fjallar um gjaldeyrismál segir að ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru hefði það meðal annars í för með sér að innlendir raunvextir lækki, innlendur fjármagnsstofn stækki og landsframleiðsla á mann hækki varanlega við inngöngu lítils lands eins og Íslands í stærra myntsvæði. Einnig fylgja aðild að ESB og evrusvæðinu kvaðir varðandi stefnuna í ríkisfjármálum og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna gegn agaleysi í hagstjórn. Við höfum búið við mikla verðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika og agaleysi í hagstjórn, bæði fyrr og nú. Ásamt þátttöku í margvíslegu samráði um efnahagsstefnu og fjármálastöðugleika fengist með aðild að Evrópusambandinu aðgangur að björgunarsjóðum og sameiginlegu öryggisneti sem ætlað er að takast á við áföll í einstökum ríkjum. Það er augljós hagur nýsköpunar og hugverkageirans að skipt verði um gjaldmiðil og eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland er evra. Nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð fótfestu ná ekki að blómstra í því umhverfi sem krónan skapar. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg okkur Íslendingum, skapa vel launuð störf og laða að og halda ungu efnilegu fólki heima. Þjóðaratkvæðagreiðsla Niðurstöður skoðanakannanna eru afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið en þeir sem eru því andvígir. Meirihlutinn er afgerandi og fer vaxandi. Þegar aðildarviðræðum er lokið og niðurstaða fengin í hvern málefnakafla yrði samningurinn í heild borinn undir þjóðina. Þá fyrst yrði ljóst hvernig sjávarútvegskaflinn og landbúnaðarkaflinn liti út og þeir sem mest óttast slæma niðurstöðu þar gætu hætt að spekúlera og spá um hver niðurstaðan gæti orðið. Ríkisstjórnin sem neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildaviðræður starfar ekki fyrir fólkið í landinu að þessu leyti. Spurningin er: Fyrir hvern starfar hún þá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Evrópusambandið Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland og útiloka Ísland frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar okkur öll. Ef planið er að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina því það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð og Seðlabankann að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Áætlað er að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar á ári. Við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir við inngöngu í Evrópusambandið. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndu vextir lækka og verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Króna eða evra Í riti Seðlabankans sem kom út haustið 2012 og fjallar um gjaldeyrismál segir að ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru hefði það meðal annars í för með sér að innlendir raunvextir lækki, innlendur fjármagnsstofn stækki og landsframleiðsla á mann hækki varanlega við inngöngu lítils lands eins og Íslands í stærra myntsvæði. Einnig fylgja aðild að ESB og evrusvæðinu kvaðir varðandi stefnuna í ríkisfjármálum og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna gegn agaleysi í hagstjórn. Við höfum búið við mikla verðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika og agaleysi í hagstjórn, bæði fyrr og nú. Ásamt þátttöku í margvíslegu samráði um efnahagsstefnu og fjármálastöðugleika fengist með aðild að Evrópusambandinu aðgangur að björgunarsjóðum og sameiginlegu öryggisneti sem ætlað er að takast á við áföll í einstökum ríkjum. Það er augljós hagur nýsköpunar og hugverkageirans að skipt verði um gjaldmiðil og eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland er evra. Nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð fótfestu ná ekki að blómstra í því umhverfi sem krónan skapar. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg okkur Íslendingum, skapa vel launuð störf og laða að og halda ungu efnilegu fólki heima. Þjóðaratkvæðagreiðsla Niðurstöður skoðanakannanna eru afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið en þeir sem eru því andvígir. Meirihlutinn er afgerandi og fer vaxandi. Þegar aðildarviðræðum er lokið og niðurstaða fengin í hvern málefnakafla yrði samningurinn í heild borinn undir þjóðina. Þá fyrst yrði ljóst hvernig sjávarútvegskaflinn og landbúnaðarkaflinn liti út og þeir sem mest óttast slæma niðurstöðu þar gætu hætt að spekúlera og spá um hver niðurstaðan gæti orðið. Ríkisstjórnin sem neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildaviðræður starfar ekki fyrir fólkið í landinu að þessu leyti. Spurningin er: Fyrir hvern starfar hún þá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun