Málað sig út í horn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. júlí 2024 07:00 Forsenda þess að sigur vannst í landhelgisdeilunum á síðustu öld var sú að valdið til töku ákvarðana í þeim efnum var í okkar höndum. Fyrir vikið gátu íslenzk stjórnvöld ekki einungis talað máli þjóðarinnar á alþjóðavettvangi heldur einnig gripið til nauðsynlegra aðgerða þegar erlend ríki eins og Bretland og Vestur-Þýzkaland voru ekki reiðubúin vegna eigin hagsmuna að taka tillit til vel rökstudds málflutnings okkar. Ég hef í ræðu og riti meðal annars tekið landhelgisdeilurnar, eða þorskastríðin eins og þær hafa gjarnan verið kallaðar, sem gott dæmi um mikilvægi þess að halda valdinu yfir okkar eigin málum innanlands og framselja það ekki í hendur annarra ríkja sem munu seint taka okkar hagsmuni fram yfir sína eigin. Ég vil því þakka Ingólfi Sverrissyni fyrir að hafa gert þær að umtalsefni í grein á Vísir.is um síðustu helgi. Við hefðum ekki fært efnahagslögsögu landsins ítrekað út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld auk Evrópusambandsins og hið sama á við um makríldeiluna við sambandið. Innan þess hefðum við ekki veitt svo mikið sem einn sporð af makríl enda ekki haft rétt til þess samkvæmt löggjöf þess. Valdið yfir sjávarútvegsmálum til ESB Með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki meðal annars völdin yfir sjávarútvegsmálum sínum til stofnana þess. Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, grundvallarlöggjöf þess, að sjávarútvegsmál séu alfarið á forræði sambandsins. Nánar til tekið í d-lið, 3. greinar sáttmálans (TFEU), d-lið 4. greinar og 2. tölulið 2. greinar. Efnahagslögsögur þeirra verða hluti sameiginlegrar lögsögu þess. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins í Icesave-deilunni er ljóst að okkur hefði verið gert að ábyrgjast innistæðuskuldir Landsbanka Íslands líkt og Írum og Grikkjum var gert að axla ábyrgð á slíkum skuldbindingum þarlendra lánastofnana, einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Þá má rifja upp að Icesave-málið varð til á grundvelli löggjafar frá Evrópusambandinu um útibú lánastofnana. Forystumenn Evrópusambandsins voru harðir á því að við Íslendingar ættum engan rétt til makrílkvóta þar sem við hefðum enga veiðireynslu í honum. Jafnvel þó um væri að ræða makríl í okkar eigin efnahagslögsögu. Hefðu þeir ráðið ferðinni er þannig ljóst að sú hefði orðið raunin hefðum við verið innan sambandsins. Þar sem því var hins vegar ekki að heilsa gátum við tekið okkar eigin ákvarðanir í þeim efnum. Vægi ríkja fer eftir íbúafjölda þeirra Fyrirkomulagið innan Evrópusambandsins er einfaldlega með þeim hætti samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að vægi ríkja sambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra og þar með talið og ekki sízt í sjávarútvegsmálum. Um er að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og ekki verður komizt undan innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Varla þarf að fara mjög mörgum orðum um það hverju það gæti skilað. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í henni enda er þeim sem þar sitja óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Þetta snýst ekki um einhverja minnimáttarkennd eða metnaðarleysi fyrir hönd þjóðarinnar, eins og Ingólfur gerir skóna að, heldur einfaldlega veruleikann. Marklausar upplýsingar frá ESB? Flest af því sem fram kemur hér að ofan er byggt á upplýsingum á vefsíðu Evrópusambandsins. Einkum varðandi vægi ríkja innan þess. Fyrirfram hefði ég talið að Ingólfur, sem mikill Evrópusambandssinni til áratuga, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að reyna að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka þær upplýsingar vaknar eðlilega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hitt er svo annað mál að það hefur einmitt verið rauður þráður í gegnum málflutning Evrópusambandssinna á liðnum árum að við séum of fámenn til þess að geta staðið á eigin fótum og staðið vörð um hagsmuni okkar sem rök fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Hvar hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina. Ég hef mikla trú á getu okkar Íslendinga til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum og eru landhelgisdeilurnar sem áður segir gott dæmi um það. Hins vegar gætum við það ljóslega ekki ef við værum með lagalega bindandi hætti búin að framselja valdið til þess í hendur annarra, eins og raunin yrði með inngöngu í Evrópusambandið, og þar með búin að mála okkur út í horn í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Forsenda þess að sigur vannst í landhelgisdeilunum á síðustu öld var sú að valdið til töku ákvarðana í þeim efnum var í okkar höndum. Fyrir vikið gátu íslenzk stjórnvöld ekki einungis talað máli þjóðarinnar á alþjóðavettvangi heldur einnig gripið til nauðsynlegra aðgerða þegar erlend ríki eins og Bretland og Vestur-Þýzkaland voru ekki reiðubúin vegna eigin hagsmuna að taka tillit til vel rökstudds málflutnings okkar. Ég hef í ræðu og riti meðal annars tekið landhelgisdeilurnar, eða þorskastríðin eins og þær hafa gjarnan verið kallaðar, sem gott dæmi um mikilvægi þess að halda valdinu yfir okkar eigin málum innanlands og framselja það ekki í hendur annarra ríkja sem munu seint taka okkar hagsmuni fram yfir sína eigin. Ég vil því þakka Ingólfi Sverrissyni fyrir að hafa gert þær að umtalsefni í grein á Vísir.is um síðustu helgi. Við hefðum ekki fært efnahagslögsögu landsins ítrekað út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld auk Evrópusambandsins og hið sama á við um makríldeiluna við sambandið. Innan þess hefðum við ekki veitt svo mikið sem einn sporð af makríl enda ekki haft rétt til þess samkvæmt löggjöf þess. Valdið yfir sjávarútvegsmálum til ESB Með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki meðal annars völdin yfir sjávarútvegsmálum sínum til stofnana þess. Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, grundvallarlöggjöf þess, að sjávarútvegsmál séu alfarið á forræði sambandsins. Nánar til tekið í d-lið, 3. greinar sáttmálans (TFEU), d-lið 4. greinar og 2. tölulið 2. greinar. Efnahagslögsögur þeirra verða hluti sameiginlegrar lögsögu þess. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins í Icesave-deilunni er ljóst að okkur hefði verið gert að ábyrgjast innistæðuskuldir Landsbanka Íslands líkt og Írum og Grikkjum var gert að axla ábyrgð á slíkum skuldbindingum þarlendra lánastofnana, einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Þá má rifja upp að Icesave-málið varð til á grundvelli löggjafar frá Evrópusambandinu um útibú lánastofnana. Forystumenn Evrópusambandsins voru harðir á því að við Íslendingar ættum engan rétt til makrílkvóta þar sem við hefðum enga veiðireynslu í honum. Jafnvel þó um væri að ræða makríl í okkar eigin efnahagslögsögu. Hefðu þeir ráðið ferðinni er þannig ljóst að sú hefði orðið raunin hefðum við verið innan sambandsins. Þar sem því var hins vegar ekki að heilsa gátum við tekið okkar eigin ákvarðanir í þeim efnum. Vægi ríkja fer eftir íbúafjölda þeirra Fyrirkomulagið innan Evrópusambandsins er einfaldlega með þeim hætti samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að vægi ríkja sambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra og þar með talið og ekki sízt í sjávarútvegsmálum. Um er að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og ekki verður komizt undan innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Varla þarf að fara mjög mörgum orðum um það hverju það gæti skilað. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í henni enda er þeim sem þar sitja óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Þetta snýst ekki um einhverja minnimáttarkennd eða metnaðarleysi fyrir hönd þjóðarinnar, eins og Ingólfur gerir skóna að, heldur einfaldlega veruleikann. Marklausar upplýsingar frá ESB? Flest af því sem fram kemur hér að ofan er byggt á upplýsingum á vefsíðu Evrópusambandsins. Einkum varðandi vægi ríkja innan þess. Fyrirfram hefði ég talið að Ingólfur, sem mikill Evrópusambandssinni til áratuga, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að reyna að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka þær upplýsingar vaknar eðlilega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hitt er svo annað mál að það hefur einmitt verið rauður þráður í gegnum málflutning Evrópusambandssinna á liðnum árum að við séum of fámenn til þess að geta staðið á eigin fótum og staðið vörð um hagsmuni okkar sem rök fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Hvar hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina. Ég hef mikla trú á getu okkar Íslendinga til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum og eru landhelgisdeilurnar sem áður segir gott dæmi um það. Hins vegar gætum við það ljóslega ekki ef við værum með lagalega bindandi hætti búin að framselja valdið til þess í hendur annarra, eins og raunin yrði með inngöngu í Evrópusambandið, og þar með búin að mála okkur út í horn í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun