Íslendingar tapi hundruðum milljóna á ári til netsvikahrappa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 17:06 Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir netsvik stóran iðnað á Íslandi. Vísir/Samsett Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tapa hundruðum milljóna á ári hverju á fjársvikum sem eiga sér stað yfir netið. Hann segir netsvik vera stóran iðnað á Íslandi og að hann sé að stækka ört. Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann. Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann.
Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira