Hvatning til mótshaldara Landsmóts hestamanna Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 12:00 Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau. Sársaukahegðun hrossa Í nýlegri rannsókn J.W. Christensen og fl. (2024) var hegðun hrossa í keppni hér á landi skoðuð með áherslu á merki um sársauka eða óþægindi. Rannsakendur notuðust við myndbandsupptökur. Niðurstöður sýndu að hegðun sem bendir til að hrossum líði illa sé þó nokkuð algeng í keppni, sérstaklega þegar riðið er tölt (T1) eða skeið. Dæmi um hegðun sem bendir til sársauka hjá hrossum eru m.a. taglsláttur, teygð efri vör, hrossið opnar munninn ítrekað svo sést í tennur, það hristir höfuðið og hækkar eða lækkar höfuð í reið til að komast undan taumhaldi knapa. Rannsakendur benda á að þetta þurfi að rannsaka frekar en niðurstöður séu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum hestaíþróttum erlendis. Mikilvægt er að þessi mál séu skoðuð innan hestaíþróttarinnar og aukin áhersla verði á að gera sýningar og keppni hestvænni hér á landi. Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra. Hestvænni nálgun að minnka streitu hjá hrossum Því miður hefur skapast sú hefð á bæði hestamótum og reiðhallarsýningum að tónlist sé oft höfð há sem veldur hrossum streitu. Sumir þulir hvetja jafnvel áhorfendur til að fagna á meðan hrossin eru í braut, eins og að þenja bílflautur, klappa eða hrópa. Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur. Hross upplifa því almennt streitu í slíkum aðstæðum en geta yfirleitt afborið þær séu þau undirbúin fyrir það. Hross geta hins vegar brugðist við t.d. með því að fælast, flýta sér eða missa einbeitingu sem þá leiðir til þess að knapar þurfa að taka fastar í tauminn en annars hefði þurft. Mélin í munni hestsins geta valdið sársauka í samræmi við þrýsting frá hönd knapans, frá óþægindum upp í nístandi sársauka, þar sem þrýstingur kemur frá málmi á tungu og kjálkabein sem er ákaflega viðkvæmt svæði. Með því að mótshaldarar stilli tónlist og fagnaðarlátum áhorfenda í hóf á meðan hestur er í braut má gera aðstæður sýningar- og keppnishrossa hestvænni. Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau. Sársaukahegðun hrossa Í nýlegri rannsókn J.W. Christensen og fl. (2024) var hegðun hrossa í keppni hér á landi skoðuð með áherslu á merki um sársauka eða óþægindi. Rannsakendur notuðust við myndbandsupptökur. Niðurstöður sýndu að hegðun sem bendir til að hrossum líði illa sé þó nokkuð algeng í keppni, sérstaklega þegar riðið er tölt (T1) eða skeið. Dæmi um hegðun sem bendir til sársauka hjá hrossum eru m.a. taglsláttur, teygð efri vör, hrossið opnar munninn ítrekað svo sést í tennur, það hristir höfuðið og hækkar eða lækkar höfuð í reið til að komast undan taumhaldi knapa. Rannsakendur benda á að þetta þurfi að rannsaka frekar en niðurstöður séu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum hestaíþróttum erlendis. Mikilvægt er að þessi mál séu skoðuð innan hestaíþróttarinnar og aukin áhersla verði á að gera sýningar og keppni hestvænni hér á landi. Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra. Hestvænni nálgun að minnka streitu hjá hrossum Því miður hefur skapast sú hefð á bæði hestamótum og reiðhallarsýningum að tónlist sé oft höfð há sem veldur hrossum streitu. Sumir þulir hvetja jafnvel áhorfendur til að fagna á meðan hrossin eru í braut, eins og að þenja bílflautur, klappa eða hrópa. Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur. Hross upplifa því almennt streitu í slíkum aðstæðum en geta yfirleitt afborið þær séu þau undirbúin fyrir það. Hross geta hins vegar brugðist við t.d. með því að fælast, flýta sér eða missa einbeitingu sem þá leiðir til þess að knapar þurfa að taka fastar í tauminn en annars hefði þurft. Mélin í munni hestsins geta valdið sársauka í samræmi við þrýsting frá hönd knapans, frá óþægindum upp í nístandi sársauka, þar sem þrýstingur kemur frá málmi á tungu og kjálkabein sem er ákaflega viðkvæmt svæði. Með því að mótshaldarar stilli tónlist og fagnaðarlátum áhorfenda í hóf á meðan hestur er í braut má gera aðstæður sýningar- og keppnishrossa hestvænni. Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun