Hvatning til mótshaldara Landsmóts hestamanna Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 12:00 Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau. Sársaukahegðun hrossa Í nýlegri rannsókn J.W. Christensen og fl. (2024) var hegðun hrossa í keppni hér á landi skoðuð með áherslu á merki um sársauka eða óþægindi. Rannsakendur notuðust við myndbandsupptökur. Niðurstöður sýndu að hegðun sem bendir til að hrossum líði illa sé þó nokkuð algeng í keppni, sérstaklega þegar riðið er tölt (T1) eða skeið. Dæmi um hegðun sem bendir til sársauka hjá hrossum eru m.a. taglsláttur, teygð efri vör, hrossið opnar munninn ítrekað svo sést í tennur, það hristir höfuðið og hækkar eða lækkar höfuð í reið til að komast undan taumhaldi knapa. Rannsakendur benda á að þetta þurfi að rannsaka frekar en niðurstöður séu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum hestaíþróttum erlendis. Mikilvægt er að þessi mál séu skoðuð innan hestaíþróttarinnar og aukin áhersla verði á að gera sýningar og keppni hestvænni hér á landi. Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra. Hestvænni nálgun að minnka streitu hjá hrossum Því miður hefur skapast sú hefð á bæði hestamótum og reiðhallarsýningum að tónlist sé oft höfð há sem veldur hrossum streitu. Sumir þulir hvetja jafnvel áhorfendur til að fagna á meðan hrossin eru í braut, eins og að þenja bílflautur, klappa eða hrópa. Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur. Hross upplifa því almennt streitu í slíkum aðstæðum en geta yfirleitt afborið þær séu þau undirbúin fyrir það. Hross geta hins vegar brugðist við t.d. með því að fælast, flýta sér eða missa einbeitingu sem þá leiðir til þess að knapar þurfa að taka fastar í tauminn en annars hefði þurft. Mélin í munni hestsins geta valdið sársauka í samræmi við þrýsting frá hönd knapans, frá óþægindum upp í nístandi sársauka, þar sem þrýstingur kemur frá málmi á tungu og kjálkabein sem er ákaflega viðkvæmt svæði. Með því að mótshaldarar stilli tónlist og fagnaðarlátum áhorfenda í hóf á meðan hestur er í braut má gera aðstæður sýningar- og keppnishrossa hestvænni. Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau. Sársaukahegðun hrossa Í nýlegri rannsókn J.W. Christensen og fl. (2024) var hegðun hrossa í keppni hér á landi skoðuð með áherslu á merki um sársauka eða óþægindi. Rannsakendur notuðust við myndbandsupptökur. Niðurstöður sýndu að hegðun sem bendir til að hrossum líði illa sé þó nokkuð algeng í keppni, sérstaklega þegar riðið er tölt (T1) eða skeið. Dæmi um hegðun sem bendir til sársauka hjá hrossum eru m.a. taglsláttur, teygð efri vör, hrossið opnar munninn ítrekað svo sést í tennur, það hristir höfuðið og hækkar eða lækkar höfuð í reið til að komast undan taumhaldi knapa. Rannsakendur benda á að þetta þurfi að rannsaka frekar en niðurstöður séu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum hestaíþróttum erlendis. Mikilvægt er að þessi mál séu skoðuð innan hestaíþróttarinnar og aukin áhersla verði á að gera sýningar og keppni hestvænni hér á landi. Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra. Hestvænni nálgun að minnka streitu hjá hrossum Því miður hefur skapast sú hefð á bæði hestamótum og reiðhallarsýningum að tónlist sé oft höfð há sem veldur hrossum streitu. Sumir þulir hvetja jafnvel áhorfendur til að fagna á meðan hrossin eru í braut, eins og að þenja bílflautur, klappa eða hrópa. Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur. Hross upplifa því almennt streitu í slíkum aðstæðum en geta yfirleitt afborið þær séu þau undirbúin fyrir það. Hross geta hins vegar brugðist við t.d. með því að fælast, flýta sér eða missa einbeitingu sem þá leiðir til þess að knapar þurfa að taka fastar í tauminn en annars hefði þurft. Mélin í munni hestsins geta valdið sársauka í samræmi við þrýsting frá hönd knapans, frá óþægindum upp í nístandi sársauka, þar sem þrýstingur kemur frá málmi á tungu og kjálkabein sem er ákaflega viðkvæmt svæði. Með því að mótshaldarar stilli tónlist og fagnaðarlátum áhorfenda í hóf á meðan hestur er í braut má gera aðstæður sýningar- og keppnishrossa hestvænni. Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar