Væru með helmingi færri þingmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 19:30 Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast með eingöngu nítján þingmenn inni á þingi. Vísir/Vilhelm Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Sjá meira
Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Sjá meira