Lögreglan segir að mennirnir hafi verið handteknir innan við mínútu eftir að þeir fóru inn á lóðina.
BBC bendir á að tilkynnt sé um þetta í kjölfar myndbands sem birtist á samfélagsmiðlum mótmælendahópsins Youth Demand.
Í myndbandinu virðist ungur maður fara að heimili forsætisráðherrans og hafa saurlát. Samkvæmt hópnum var um að ræða kveðjugjöf til Sunak og Íhaldsflokksins. Kosningar fara fram í Bretlandi þann fjórða júlí.
Talsmaður Downingsstrætis sagði Sunak þakka fyrir skjót viðbrögð lögreglu sem hafi tryggt öryggi fjölskyldu hans.