Örfá orð um Mannréttindastofnun Íslands Henry Alexander Henrysson skrifar 24. júní 2024 10:02 Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“. Svipaður málflutningur hefur svo verið gegnumgangandi undanfarna daga. Samflokksmaður áðurnefnds þingmanns er til dæmis alveg rasandi yfir því að frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands fari í gegnum þingið á þessum síðustu dögum þess. Hann sagðist vera furðu lostinn yfir því að Vinstri græn hafi getað gert þetta að forgangsmáli ríkisstjórnarinnar enda „nóg af mannréttindastofnunum fyrir“, eins og haft er eftir honum (og hann virðist hafa sagt gegn betri vitund). Þetta sjónarhorn á frumvarpið hefur svo í raun styrkst enn frekar þar sem það hafa einungis verið þingmenn VG sem hafa skrifaði í blöð og reynt að útskýra tilurð og markmið frumvarpsins. Nú er ég enginn áhugamaður um pólitíska framtíð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fyrir stuttu síðan birti ég til dæmis grein á þessum vettvangi þar sem ég gagnrýndi það sem ég taldi vera ranga ákvörðun ráðherra flokksins að gefa út eins árs leyfi til hvalveiða. En ég finn mig samt knúinn til að skrifa nokkur orð um stofnun Mannréttindastofnunarinnar. Í fyrsta lagi útiloka ein afglöp stjórnmálahreyfingar ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli. Meira máli skiptir hins vegar að mikilvægt málefni eins og frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands má ekki festast á forræði eins stjórnmálaflokks og verða merkt til framtíðar sem nokkurs konar gæluverkefni hans. Stofnunin verður að hljóta stuðning þvert á flokka og í raun færð úr því flokkspólitíska umhverfi sem hún virðist núna föst í. Aðrir hafa á ljómandi hátt skrifað um markmið og tilgang þessarar stofnunar. Það er ekki ástæða til að fara ítarlega í þau markmið hér. Það er þó mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stofnunin er því ekki einhvers konar hugarfóstur VG eins og gefið hefur verið í skyn í opinberri umræðu. Hún er einfaldlega þáttur í því að við stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast. Ég hef oft fylgst með framgangi lagafrumvarpa fyrir Alþingi og nokkrum sinnum komið að ritun umsagna um þau. Það er ekki oft sem ég hef séð jafn samhljóða umsagnir og bárust um frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands. Sem betur fer höfum við haft aðila og samtök í íslensku samfélagi sem hafa haldið mannréttindum á lofti í samfélagsumræðunni og – þegar best hefur tekist til – haldið stjórnvöldum við efnið. Þessi aðilar voru allir sammála um mikilvægi stofnunarinnar í umsögnum sínum. Hún kemur ekki í stað annarra aðila í íslensku samfélagi sem vinna að eflingu mannréttinda, frekar en í öðrum löndum með slíka stofnun. Vilja þeir sem hafa gert lítið úr tilgangi Mannréttindastofnunar Íslands að Ísland sé eitt örfárra Evrópulanda sem hefur ekki sett slíka stofnun á fót? Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði hér að framan um mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki. Persónulega eru mér minnisstæð lög um vandaða starfshætti í vísindum og skipun óháðrar nefndar um þá starfshætti. Þar má segja að ekki hafi verið mikill bragur á innleiðingunni enda málið mögulega ekki nægilega mikil sameign Alþingis á sínum tíma. Vonandi bíða Mannréttindastofnunar Íslands betri örlög. Vonandi fagna fleiri stofnun hennar heldur en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“. Svipaður málflutningur hefur svo verið gegnumgangandi undanfarna daga. Samflokksmaður áðurnefnds þingmanns er til dæmis alveg rasandi yfir því að frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands fari í gegnum þingið á þessum síðustu dögum þess. Hann sagðist vera furðu lostinn yfir því að Vinstri græn hafi getað gert þetta að forgangsmáli ríkisstjórnarinnar enda „nóg af mannréttindastofnunum fyrir“, eins og haft er eftir honum (og hann virðist hafa sagt gegn betri vitund). Þetta sjónarhorn á frumvarpið hefur svo í raun styrkst enn frekar þar sem það hafa einungis verið þingmenn VG sem hafa skrifaði í blöð og reynt að útskýra tilurð og markmið frumvarpsins. Nú er ég enginn áhugamaður um pólitíska framtíð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fyrir stuttu síðan birti ég til dæmis grein á þessum vettvangi þar sem ég gagnrýndi það sem ég taldi vera ranga ákvörðun ráðherra flokksins að gefa út eins árs leyfi til hvalveiða. En ég finn mig samt knúinn til að skrifa nokkur orð um stofnun Mannréttindastofnunarinnar. Í fyrsta lagi útiloka ein afglöp stjórnmálahreyfingar ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli. Meira máli skiptir hins vegar að mikilvægt málefni eins og frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands má ekki festast á forræði eins stjórnmálaflokks og verða merkt til framtíðar sem nokkurs konar gæluverkefni hans. Stofnunin verður að hljóta stuðning þvert á flokka og í raun færð úr því flokkspólitíska umhverfi sem hún virðist núna föst í. Aðrir hafa á ljómandi hátt skrifað um markmið og tilgang þessarar stofnunar. Það er ekki ástæða til að fara ítarlega í þau markmið hér. Það er þó mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stofnunin er því ekki einhvers konar hugarfóstur VG eins og gefið hefur verið í skyn í opinberri umræðu. Hún er einfaldlega þáttur í því að við stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast. Ég hef oft fylgst með framgangi lagafrumvarpa fyrir Alþingi og nokkrum sinnum komið að ritun umsagna um þau. Það er ekki oft sem ég hef séð jafn samhljóða umsagnir og bárust um frumvarpið um Mannréttindastofnun Íslands. Sem betur fer höfum við haft aðila og samtök í íslensku samfélagi sem hafa haldið mannréttindum á lofti í samfélagsumræðunni og – þegar best hefur tekist til – haldið stjórnvöldum við efnið. Þessi aðilar voru allir sammála um mikilvægi stofnunarinnar í umsögnum sínum. Hún kemur ekki í stað annarra aðila í íslensku samfélagi sem vinna að eflingu mannréttinda, frekar en í öðrum löndum með slíka stofnun. Vilja þeir sem hafa gert lítið úr tilgangi Mannréttindastofnunar Íslands að Ísland sé eitt örfárra Evrópulanda sem hefur ekki sett slíka stofnun á fót? Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði hér að framan um mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki. Persónulega eru mér minnisstæð lög um vandaða starfshætti í vísindum og skipun óháðrar nefndar um þá starfshætti. Þar má segja að ekki hafi verið mikill bragur á innleiðingunni enda málið mögulega ekki nægilega mikil sameign Alþingis á sínum tíma. Vonandi bíða Mannréttindastofnunar Íslands betri örlög. Vonandi fagna fleiri stofnun hennar heldur en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar