Kvöldstund á öldrunarspítalanum Sigrún Þorgrímsdóttir skrifar 23. júní 2024 13:30 Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Upp úr klukkan fimm fer fólk að koma sér fyrir við borðin, því maturinn er serveraður ekki seinna en hálf sex og yfirleitt reynt að drífa hann af á næsta hálftímanum. Um leið og gamalmennið er sest kemur starfsmaður og hengir orðalaust einnota smekk um hálsinn. Það er kannski korter í matinn, kannski hvorki vill viðkomandi smekk né þarfnast hans, en það er ekki til umræðu enda starfsmaðurinn oftast lítt fær um að mæla á eða skilja tungu gamlingjanna. Ekki er líklegt að starfsmaðurinn hafi heldur fengið neina fræðslu um persónumiðaða þjónustu, enda kemur hann oft frá löndum þar sem fjölskyldan sér um gamla fólkið sitt og öldrunarþjónusta að hætti Íslendinga er því framandi. – Í Suðaustur Asíu, en þangað kemur stærstur hluti starfsmannanna, er það hrein skömm að þurfa að búa á hjúkrunarheimili, og jafnvel á sjúkrahúsi er langlíklegast að fjölskyldan sjái um umönnun fyrir viðkomandi. Einungis fátækir einstæðingar þurfa opinbera þjónustu í ellinni. "Jæja, þá erum við komin á leikskólann" segir ein öldruð kona og brosir, tilbúin að leiða auðmýkinguna hjá sér. Henni væri alveg óhætt að halda langa ræðu um málið, því starfsfólkið myndi ekki skilja hana. Íslenskukunnátta þeirra – flestra – nær varla yfir að skilja einföld skilaboð, þau misskiljast iðulega. - Hér að ofan lýsi ég dæmigerðum kvöldmatartíma á svokallaðri endurhæfingardeild fyrir aldraða. Það ríkir virðingarröð í heilbrigðiskerfinu okkar og hún er í framkvæmd mjög skýr, þótt hún finnist ekki í opinberum skjölum. Mikilvægt ákvæði óopinberu virðingarraðarinnar gæti litið svona út á pappír: Ef starfsemin er sérstaklega ætluð öldruðum þarf ekki mikið af fagfólki. – Þetta ákvæði hefur ætíð gilt, en á seinni árum hefur bæst við: Fólkið þarf ekki að tala né skilja íslensku. Já, ég veit, það er hægt að finna ákvæði á pappírum sem kveða á um hið gagnstæða, en það skiptir jú engu máli andspænis raunveruleikanum. Inni í mengi öldrunar-heilbrigðisþjónustu er einnig ákveðin virðingarröð. Deildir eins og sú sem hér var verið að segja frá er þar í efstu röð. Hjúkrunarheimilin eru þar neðst. En þau hafa samt ýmislegt til síns ágætis, sem ekki er endilega að heilsa á spítalanum. Þannig eru flestir núorðið með sitt eigið herbergi, og oft eigið baðherbergi einnig. Á deildinni sem hér er lýst eru tvíbýli og meira að segja eitt þríbýli – þar er svo þröngt að ekki er hægt að loka dyrunum. Það er erfitt að koma í heimsókn þar sem svona háttar til. – Einkalíf er minna en ekkert. Sem dæmi um samskiptavandann má nefna að á þrem vikum hafði ekki tekist að meta hvort sjúklingur einn væri fær um að tyggja kjöt. Því fékk hann samviskusamlega gráleitt hakk á diskinn sinn þegar aðrir borðuðu steikur. Þó þykir viðkomandi fátt betra en steikur. - Viðleitni til að fá fæðinu breytt bar ekki árangur fyrr en eftir mikið röfl í rúma tíu daga. Samskipti við starfsfólk vegna hagsmuna sjúklings – margir veikir aldraðir eru illa færir um að tala sjálfir máli sínu – eru eðlilega erfið. Jafnvel þótt enska sé notuð virðist leiðin í gegn óörugg. Aðstandendur upplifa mikið óöryggi þegar tungumálaörðugleikar – og menningarmismunur – er kominn á þetta stig. Það get ég vitnað um af eigin reynslu, reynslu sem ég hefði gjarnan viljað vera án. Um ástand „endurhæfingar“ á deild sem ekki einu sinni ræður við að meta getu sjúklinganna til að matast ætla ég sem fæst að segja. „Geymsla“ virðist þó nærtækara hugtak ef dæma skal af því sem ég hef orðið vitni að. Enda hefur dvölin skilað sér í afturför í því tilviki sem ég þekki og ég efast ekki um það að svo sé um fleiri, einkum þá sem hrumastir eru og mesta þörf hafa fyrir hvatningu og aðstoð til að geta tekið framförum. Ég lærði það á sínum tíma að hjúkrun væri samskiptafag að verulegu leyti. Virk hlustun, fræðsla og fleira slíkt sem útheimtir samskipti á tungumáli sem starfsmaður og sjúklingur tala og skilja eru þar nauðsynleg tæki. Það liggur raunar í augum uppi og ætti ekki að þurfa að taka fram. En greinilega skiptir það ekki máli þegar í hlut eiga aldraðir hér í landinu. Mér þykir leiðinlegt að vera að skrifa þetta. Mér þykir vænt um íslenska öldrunarþjónustu og um þær stofnanir sem ég þekki og reyna að sinna henni, iðulega af miklum vanefnum. En nú get ég ekki orða bundist. Ekki er þetta heldur skrifað í því skyni að ráðast að þjónustunni. Miklu fremur er hér reynt að koma henni til varnar. Því ef enginn segir frá upphátt og opinberlega hvar við erum á vegi stödd, hvað verður þá? Aðgerða er þörf. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld, á Landspítala, á fagfélög sem í hlut eiga og þá fyrst og fremst mitt eigið félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka höndum saman og ráðast í úrbætur. Þetta ástand er daglegt og stórfellt mannréttindabrot á gömlu veiku fólki sem ekki getur sjálft borið hönd fyrir höfuð sér. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun og auk þess aldraður Íslendingur. Og aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Landspítalinn Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Upp úr klukkan fimm fer fólk að koma sér fyrir við borðin, því maturinn er serveraður ekki seinna en hálf sex og yfirleitt reynt að drífa hann af á næsta hálftímanum. Um leið og gamalmennið er sest kemur starfsmaður og hengir orðalaust einnota smekk um hálsinn. Það er kannski korter í matinn, kannski hvorki vill viðkomandi smekk né þarfnast hans, en það er ekki til umræðu enda starfsmaðurinn oftast lítt fær um að mæla á eða skilja tungu gamlingjanna. Ekki er líklegt að starfsmaðurinn hafi heldur fengið neina fræðslu um persónumiðaða þjónustu, enda kemur hann oft frá löndum þar sem fjölskyldan sér um gamla fólkið sitt og öldrunarþjónusta að hætti Íslendinga er því framandi. – Í Suðaustur Asíu, en þangað kemur stærstur hluti starfsmannanna, er það hrein skömm að þurfa að búa á hjúkrunarheimili, og jafnvel á sjúkrahúsi er langlíklegast að fjölskyldan sjái um umönnun fyrir viðkomandi. Einungis fátækir einstæðingar þurfa opinbera þjónustu í ellinni. "Jæja, þá erum við komin á leikskólann" segir ein öldruð kona og brosir, tilbúin að leiða auðmýkinguna hjá sér. Henni væri alveg óhætt að halda langa ræðu um málið, því starfsfólkið myndi ekki skilja hana. Íslenskukunnátta þeirra – flestra – nær varla yfir að skilja einföld skilaboð, þau misskiljast iðulega. - Hér að ofan lýsi ég dæmigerðum kvöldmatartíma á svokallaðri endurhæfingardeild fyrir aldraða. Það ríkir virðingarröð í heilbrigðiskerfinu okkar og hún er í framkvæmd mjög skýr, þótt hún finnist ekki í opinberum skjölum. Mikilvægt ákvæði óopinberu virðingarraðarinnar gæti litið svona út á pappír: Ef starfsemin er sérstaklega ætluð öldruðum þarf ekki mikið af fagfólki. – Þetta ákvæði hefur ætíð gilt, en á seinni árum hefur bæst við: Fólkið þarf ekki að tala né skilja íslensku. Já, ég veit, það er hægt að finna ákvæði á pappírum sem kveða á um hið gagnstæða, en það skiptir jú engu máli andspænis raunveruleikanum. Inni í mengi öldrunar-heilbrigðisþjónustu er einnig ákveðin virðingarröð. Deildir eins og sú sem hér var verið að segja frá er þar í efstu röð. Hjúkrunarheimilin eru þar neðst. En þau hafa samt ýmislegt til síns ágætis, sem ekki er endilega að heilsa á spítalanum. Þannig eru flestir núorðið með sitt eigið herbergi, og oft eigið baðherbergi einnig. Á deildinni sem hér er lýst eru tvíbýli og meira að segja eitt þríbýli – þar er svo þröngt að ekki er hægt að loka dyrunum. Það er erfitt að koma í heimsókn þar sem svona háttar til. – Einkalíf er minna en ekkert. Sem dæmi um samskiptavandann má nefna að á þrem vikum hafði ekki tekist að meta hvort sjúklingur einn væri fær um að tyggja kjöt. Því fékk hann samviskusamlega gráleitt hakk á diskinn sinn þegar aðrir borðuðu steikur. Þó þykir viðkomandi fátt betra en steikur. - Viðleitni til að fá fæðinu breytt bar ekki árangur fyrr en eftir mikið röfl í rúma tíu daga. Samskipti við starfsfólk vegna hagsmuna sjúklings – margir veikir aldraðir eru illa færir um að tala sjálfir máli sínu – eru eðlilega erfið. Jafnvel þótt enska sé notuð virðist leiðin í gegn óörugg. Aðstandendur upplifa mikið óöryggi þegar tungumálaörðugleikar – og menningarmismunur – er kominn á þetta stig. Það get ég vitnað um af eigin reynslu, reynslu sem ég hefði gjarnan viljað vera án. Um ástand „endurhæfingar“ á deild sem ekki einu sinni ræður við að meta getu sjúklinganna til að matast ætla ég sem fæst að segja. „Geymsla“ virðist þó nærtækara hugtak ef dæma skal af því sem ég hef orðið vitni að. Enda hefur dvölin skilað sér í afturför í því tilviki sem ég þekki og ég efast ekki um það að svo sé um fleiri, einkum þá sem hrumastir eru og mesta þörf hafa fyrir hvatningu og aðstoð til að geta tekið framförum. Ég lærði það á sínum tíma að hjúkrun væri samskiptafag að verulegu leyti. Virk hlustun, fræðsla og fleira slíkt sem útheimtir samskipti á tungumáli sem starfsmaður og sjúklingur tala og skilja eru þar nauðsynleg tæki. Það liggur raunar í augum uppi og ætti ekki að þurfa að taka fram. En greinilega skiptir það ekki máli þegar í hlut eiga aldraðir hér í landinu. Mér þykir leiðinlegt að vera að skrifa þetta. Mér þykir vænt um íslenska öldrunarþjónustu og um þær stofnanir sem ég þekki og reyna að sinna henni, iðulega af miklum vanefnum. En nú get ég ekki orða bundist. Ekki er þetta heldur skrifað í því skyni að ráðast að þjónustunni. Miklu fremur er hér reynt að koma henni til varnar. Því ef enginn segir frá upphátt og opinberlega hvar við erum á vegi stödd, hvað verður þá? Aðgerða er þörf. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld, á Landspítala, á fagfélög sem í hlut eiga og þá fyrst og fremst mitt eigið félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka höndum saman og ráðast í úrbætur. Þetta ástand er daglegt og stórfellt mannréttindabrot á gömlu veiku fólki sem ekki getur sjálft borið hönd fyrir höfuð sér. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun og auk þess aldraður Íslendingur. Og aðstandandi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun