Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 11:52 Lilja Rafney Magnúsdóttir sat á Alþingi Íslendinga fyrir VG á árunum 2009 til 2021. Síðan hefur hún verið varaþingmaður fyrir flokkinn sem hún segir nú skilið við. Vísir/Vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent