Er aðeins á biðlaunum og hnýtir í Hildi og Morgunblaðið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 12:18 Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verður á biðlaunum borgarstjóra í sex mánuði eftir að hann lét af störfum í byrjun árs. Hann mun ekki þiggja laun sem formaður borgarráðs á tímabilinu. Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir. Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir.
Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira