Örlagavaldur íslenskra heimila Guðbrandur Einarsson skrifar 20. júní 2024 08:30 Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Nú hafa nýir forystumenn í verkalýðshreyfingunni lýst efasemdum um íslensku krónuna og viljað skoða upptöku annars gjaldmiðils eða í það minnsta að fram fari rannsókn á kostum og göllum íslensku krónunnar samanborið við önnur og stærri gjaldmiðlasvæði. Endalaus óstöðugleiki Allt frá því að ég kom inn á íslenskan húsnæðismarkað sem ungur maður fyrir áratugum síðan, hef ég búið við óstöðugleika og þannig hefur það verið hjá öllum öðrum. Vegna þessa óstöðugleika var tekin upp verðtrygging bæði á lánum og launum en það leysti ekki neitt og niðurstaðan varð sú að hætt var að verðtryggja laun en lán héldust áfram verðtryggð og gera enn. Allar tilraunir til að auka hér stöðugleika hafa mistekist. Vextir hafa verið kýldir niður með handafli og fólki ýmist talin trú um að taka óverðtryggð eða verðtryggð lán. Allt eftir því hvernig vindar hins skoppandi íslenska örgjaldmiðils hafa blásið. Fyrirtækin farin í öruggt skjól Þetta ástand er óviðunandi. Enda hafa hundruð fyrirtækja þegar gefist upp á krónunni og flutt sig yfir í annað og stærra myntkerfi. Vegna þess að þau geta það. Almenningur situr hins vegar eftir með Svarta Pétur og getur sig hvergi hreyft. Svikalogn er orðið yfir íslenskan stöðugleika Íslenskur stöðugleiki er í mínum huga ekkert annað en svikalogn. Veruleikinn er annað hvort upp eða niður, svartur eða hvítur.Sagan hefur hins vegar kennt okkur að sá óheyrilegi kostnaður sem fylgir því að ríghalda í íslensku krónuna endar ALLTAF á herðum almennings. Við verðum að fara að bjóða fólki upp á aðrar og raunhæfari lausnir en innantóm loforð.Það gerir einn flokkur á Alþingi og sá flokkur heitir Viðreisn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Alþingi Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Nú hafa nýir forystumenn í verkalýðshreyfingunni lýst efasemdum um íslensku krónuna og viljað skoða upptöku annars gjaldmiðils eða í það minnsta að fram fari rannsókn á kostum og göllum íslensku krónunnar samanborið við önnur og stærri gjaldmiðlasvæði. Endalaus óstöðugleiki Allt frá því að ég kom inn á íslenskan húsnæðismarkað sem ungur maður fyrir áratugum síðan, hef ég búið við óstöðugleika og þannig hefur það verið hjá öllum öðrum. Vegna þessa óstöðugleika var tekin upp verðtrygging bæði á lánum og launum en það leysti ekki neitt og niðurstaðan varð sú að hætt var að verðtryggja laun en lán héldust áfram verðtryggð og gera enn. Allar tilraunir til að auka hér stöðugleika hafa mistekist. Vextir hafa verið kýldir niður með handafli og fólki ýmist talin trú um að taka óverðtryggð eða verðtryggð lán. Allt eftir því hvernig vindar hins skoppandi íslenska örgjaldmiðils hafa blásið. Fyrirtækin farin í öruggt skjól Þetta ástand er óviðunandi. Enda hafa hundruð fyrirtækja þegar gefist upp á krónunni og flutt sig yfir í annað og stærra myntkerfi. Vegna þess að þau geta það. Almenningur situr hins vegar eftir með Svarta Pétur og getur sig hvergi hreyft. Svikalogn er orðið yfir íslenskan stöðugleika Íslenskur stöðugleiki er í mínum huga ekkert annað en svikalogn. Veruleikinn er annað hvort upp eða niður, svartur eða hvítur.Sagan hefur hins vegar kennt okkur að sá óheyrilegi kostnaður sem fylgir því að ríghalda í íslensku krónuna endar ALLTAF á herðum almennings. Við verðum að fara að bjóða fólki upp á aðrar og raunhæfari lausnir en innantóm loforð.Það gerir einn flokkur á Alþingi og sá flokkur heitir Viðreisn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun