Loksins Mannréttindastofnun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. júní 2024 15:30 Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun