Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:41 Katrín Oddsdóttir lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar „Þarna er stofnun, sem á að sjá um að veita svona rekstrarleyfi, að kalla eftir umsögnum frá öryggisstofnunum á borð við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu. Fær til baka afdráttarlausar og fullkomlega neikvæðar umsagnir: Það má ekki veita leyfi, til dæmis í Óshlíð vegna þess að það stefnir öryggi siglinga í Ísafjarðardjúpi í verulega hættu. Hvað gerir MAST? Jú, veitir leyfið,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeiganda á Sandeyri á Snæfellsströnd í ÍSafjarðardjúpi. Tilkynnt var um það á föstudag að MaST hafi veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi - Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið segir að áhættumat Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar hafi metið svo að ekki væri ásættanlegt að leyfa fiskeldi við Eyjahlíð og Óshlíði með tilliti til siglingaöryggis. „Þetta er svo gott dæmi um það hvað við erum með hræðilega stjórnsýslu í þessum málaflokki og hvernig það er þjónkað endalaust við þessi moldríku fyrirtæki á kostnað hagsmuna, sem þessar stofnanir eiga að gæta. Þær eiga að gæta almannaöryggis, þær eiga að gæta náttúruverndar og svo framvegis. Þessum hagsmunum er alltaf fórnað til að koma til móts við fyrirtækin.“ Baki ríkinu bótaskyldu Hún veltir fyrir sér hvers vegna MAST gefi út leyfin þrátt fyrir að aldrei verði heimilt að setja mannvirki á þessa staði. „Hvað munu fyrirtækin gera þá? Jú, krefjast einhvers konar bóta eða fá einhver önnur leyfi í staðin. Þetta er galin stjórnsýsla og mjög ámælisverð.“ Hún hafi sent Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra bréf vegna málsins. „En miðað við það sjálfsmorðsmissjón sem Vinstri græn eru í á þessum tímapunkti efast ég stórlega að það komi eitthvað út úr því. Það er löngum búið að vekja athygli þeirra beggja á því hvers konar stjórnsýsla er viðhöfð í þessum málaflokki án þess að nokkuð sé gert,“ segir Katrín. „Ef það kemur snjóflóð á Ísafirði eða einhvers staðar fyrir vestan og varðskipin okkar komast ekki til að bjarga af því að það er búið að fylla sjóinn af einhverjum eldisstöðvum þá er það hreinlega á ábyrgð innviðaráðherra og matvælaráðherra.“ Hún skorar á ráðherrana auk dómsmálaráðherra að setjast niður og grípa í taumana. „Ég skora á matvælaráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra að hætta að rífast um eitthvað bull, setjast niður og stoppa þá endæmis vitleysu sem er í gangi varðandi leyfisveitingar í sjókvíaeldi á Íslandi. Og gera það bara núna, í tilefni 17. júní.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
„Þarna er stofnun, sem á að sjá um að veita svona rekstrarleyfi, að kalla eftir umsögnum frá öryggisstofnunum á borð við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu. Fær til baka afdráttarlausar og fullkomlega neikvæðar umsagnir: Það má ekki veita leyfi, til dæmis í Óshlíð vegna þess að það stefnir öryggi siglinga í Ísafjarðardjúpi í verulega hættu. Hvað gerir MAST? Jú, veitir leyfið,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeiganda á Sandeyri á Snæfellsströnd í ÍSafjarðardjúpi. Tilkynnt var um það á föstudag að MaST hafi veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi - Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið segir að áhættumat Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar hafi metið svo að ekki væri ásættanlegt að leyfa fiskeldi við Eyjahlíð og Óshlíði með tilliti til siglingaöryggis. „Þetta er svo gott dæmi um það hvað við erum með hræðilega stjórnsýslu í þessum málaflokki og hvernig það er þjónkað endalaust við þessi moldríku fyrirtæki á kostnað hagsmuna, sem þessar stofnanir eiga að gæta. Þær eiga að gæta almannaöryggis, þær eiga að gæta náttúruverndar og svo framvegis. Þessum hagsmunum er alltaf fórnað til að koma til móts við fyrirtækin.“ Baki ríkinu bótaskyldu Hún veltir fyrir sér hvers vegna MAST gefi út leyfin þrátt fyrir að aldrei verði heimilt að setja mannvirki á þessa staði. „Hvað munu fyrirtækin gera þá? Jú, krefjast einhvers konar bóta eða fá einhver önnur leyfi í staðin. Þetta er galin stjórnsýsla og mjög ámælisverð.“ Hún hafi sent Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra bréf vegna málsins. „En miðað við það sjálfsmorðsmissjón sem Vinstri græn eru í á þessum tímapunkti efast ég stórlega að það komi eitthvað út úr því. Það er löngum búið að vekja athygli þeirra beggja á því hvers konar stjórnsýsla er viðhöfð í þessum málaflokki án þess að nokkuð sé gert,“ segir Katrín. „Ef það kemur snjóflóð á Ísafirði eða einhvers staðar fyrir vestan og varðskipin okkar komast ekki til að bjarga af því að það er búið að fylla sjóinn af einhverjum eldisstöðvum þá er það hreinlega á ábyrgð innviðaráðherra og matvælaráðherra.“ Hún skorar á ráðherrana auk dómsmálaráðherra að setjast niður og grípa í taumana. „Ég skora á matvælaráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra að hætta að rífast um eitthvað bull, setjast niður og stoppa þá endæmis vitleysu sem er í gangi varðandi leyfisveitingar í sjókvíaeldi á Íslandi. Og gera það bara núna, í tilefni 17. júní.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24