Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 13:31 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Vísir/Einar Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur. Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira