Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 22:09 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, ræddi þinglok í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sakar ríkisstjórnina um að „slátra“ samgönguáætlun í þágu ráðherrastóla. vísir Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira