Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 23:06 Sjö helstu iðnríki heims, eða G7 ríkin, eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskalands. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira