Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:59 Kristrún Fristadóttir og Dagbjört Hákonardóttir flytja ræður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum þetta árið. Samfylkingin Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtti eldhúsdagsræðu sína til að auglýsa forgangsmál Samfylkingarinnar nái hún í næstu ríkisstjórn. Hún sagði að í næstu Alþingiskosningum, sem að óbreyttu verða haldnar á næsta ári, get fólk spurt sig hvort það vilji áfram meira af því sama með sama fólk í brúnni eða nýtt upphaf með Samfylkingu. Kynnti áherslumál númer eitt „Í stað þess að eltast við upphlaupin í ríkisstjórninni þá höfum við einbeitt okkur að ströngum undirbúningi Samfylkingar og við höfum nú þegar kynnt tvö stór útspil, örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum og svo kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum,“ sagði Kristrún og að næstan hálfa árið verða húsnæðis- og kjaramál tekin af sama þunga. Þá sagði hún meginmarkmið Samfylkingarinnar í stjórnmálum næsta áratuginn sé endurreisn velferðarkerfisins á Íslandi „eftir áratug hnignunar“. Áherslumál þeirra númer eitt frá fyrsta degi verði eftirfarandi: „Samfylkingin mun endurheimta efnahagslegan stöðugleika á Íslandi og kveða niður verðbólgu og vaxtarstig. Og þetta er loforð. Ég heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika fyrir fólkið í landinu, með ábyrgum ríkisfjármálum,“ sagði Kristrún. Bjarni firrtur fyrir vandanum sem hann hafi sjálfur skapað Hún sagði flokkinn koma til með að gera það sem þarf til að passa upp á efnahag venjulegs fólks, „sem þessi ríkisstjórn hefur sett á hvolf, því miður, með hæstvirtan Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í broddi fylkingar.“ Kristrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa verið upptekinn við eitthvað annað en það, ríkisstjórnin hafi sýnt að hún ráði ekki við vandann og geti ekki komið sér saman um leið til að taka á efnahagsmálum. „Aftur og aftur hafa þau boðað bót og betrun. En mánuðirnir líða, árin líða, og hvað segja tölurnar? Eitt ár af vöxtum yfir 9 prósentum. Fjögur ár af verðbólgu yfir markmiði, og níu ár af hallarekstri hjá ríkissjóði. Er þetta virkilega það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Hún sagði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra virðast vera í fullkominni afneitun. „Og þegar ég spurði um þessa stöðu í þinginu um daginn þá kallaði hann þetta, með leyfi forseta, bestu efnahagslegu stöðu í lýðveldissögunni“. Þvílík aftenging við efnahagslegan veruleika almennings. Maður sem er svo firrtur fyrir vandanum, sem hann hefur sjálfur skapað, er augljóslega ófær um að leiða okkur út úr þessari stöðu.“ Ráðherrar axli ekki ábyrgð Kristrún vísaði þá til þess að stuttu eftir að forsætisráðherra hafi lýst yfir bestu efnahagslegu stöðu lýðveldissögunnar hafi Hagstofa Íslands tekið saman þjóðhagsreikninga þar sem fram hafi komið að landsframleiðsla dróst saman um fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi 2024. Þrátt fyrir samdráttinn hafi verðbólgan aukist í síðustu mælingu. „Og staðan virðist bara versna þegar nær dregur kosningum og ráðherrarnir reyna hver í sínu horni að bjarga eigin skinni án þess að nokkur axli ábyrgð á heildarmyndinni,“ sagði Kristrún. „Ég spyr: Hvað þarf þjóðin að þola þetta ríkisstjórnarsamstarf lengi? Það er ekki mælikvarði á árangur hversu lengi ráðherrum tekst að hanga á valdastólum. Þegar erindið er svo augljóslega þrotið þá er það rétta í stöðunni að færa valdið aftur í hendur fólksins með því að boða til kosninga. En nú hóta þau að sitja í heilt ár í viðbót á meðan þau safna í sig kjarki til að mæta kjósendum. Þó að öllum sé ljóst að ríkisstjórnin sé löngu komin á endastöð þá halda þau áfram að sólunda dýrmætum tíma og tækifærum. svo ekki sé talað um skattfé almennings. Í fyllstu virðingu, þetta er ekki boðlegt lengur, “ sagði hún jafnframt. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtti eldhúsdagsræðu sína til að auglýsa forgangsmál Samfylkingarinnar nái hún í næstu ríkisstjórn. Hún sagði að í næstu Alþingiskosningum, sem að óbreyttu verða haldnar á næsta ári, get fólk spurt sig hvort það vilji áfram meira af því sama með sama fólk í brúnni eða nýtt upphaf með Samfylkingu. Kynnti áherslumál númer eitt „Í stað þess að eltast við upphlaupin í ríkisstjórninni þá höfum við einbeitt okkur að ströngum undirbúningi Samfylkingar og við höfum nú þegar kynnt tvö stór útspil, örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum og svo kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum,“ sagði Kristrún og að næstan hálfa árið verða húsnæðis- og kjaramál tekin af sama þunga. Þá sagði hún meginmarkmið Samfylkingarinnar í stjórnmálum næsta áratuginn sé endurreisn velferðarkerfisins á Íslandi „eftir áratug hnignunar“. Áherslumál þeirra númer eitt frá fyrsta degi verði eftirfarandi: „Samfylkingin mun endurheimta efnahagslegan stöðugleika á Íslandi og kveða niður verðbólgu og vaxtarstig. Og þetta er loforð. Ég heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika fyrir fólkið í landinu, með ábyrgum ríkisfjármálum,“ sagði Kristrún. Bjarni firrtur fyrir vandanum sem hann hafi sjálfur skapað Hún sagði flokkinn koma til með að gera það sem þarf til að passa upp á efnahag venjulegs fólks, „sem þessi ríkisstjórn hefur sett á hvolf, því miður, með hæstvirtan Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í broddi fylkingar.“ Kristrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa verið upptekinn við eitthvað annað en það, ríkisstjórnin hafi sýnt að hún ráði ekki við vandann og geti ekki komið sér saman um leið til að taka á efnahagsmálum. „Aftur og aftur hafa þau boðað bót og betrun. En mánuðirnir líða, árin líða, og hvað segja tölurnar? Eitt ár af vöxtum yfir 9 prósentum. Fjögur ár af verðbólgu yfir markmiði, og níu ár af hallarekstri hjá ríkissjóði. Er þetta virkilega það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Hún sagði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra virðast vera í fullkominni afneitun. „Og þegar ég spurði um þessa stöðu í þinginu um daginn þá kallaði hann þetta, með leyfi forseta, bestu efnahagslegu stöðu í lýðveldissögunni“. Þvílík aftenging við efnahagslegan veruleika almennings. Maður sem er svo firrtur fyrir vandanum, sem hann hefur sjálfur skapað, er augljóslega ófær um að leiða okkur út úr þessari stöðu.“ Ráðherrar axli ekki ábyrgð Kristrún vísaði þá til þess að stuttu eftir að forsætisráðherra hafi lýst yfir bestu efnahagslegu stöðu lýðveldissögunnar hafi Hagstofa Íslands tekið saman þjóðhagsreikninga þar sem fram hafi komið að landsframleiðsla dróst saman um fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi 2024. Þrátt fyrir samdráttinn hafi verðbólgan aukist í síðustu mælingu. „Og staðan virðist bara versna þegar nær dregur kosningum og ráðherrarnir reyna hver í sínu horni að bjarga eigin skinni án þess að nokkur axli ábyrgð á heildarmyndinni,“ sagði Kristrún. „Ég spyr: Hvað þarf þjóðin að þola þetta ríkisstjórnarsamstarf lengi? Það er ekki mælikvarði á árangur hversu lengi ráðherrum tekst að hanga á valdastólum. Þegar erindið er svo augljóslega þrotið þá er það rétta í stöðunni að færa valdið aftur í hendur fólksins með því að boða til kosninga. En nú hóta þau að sitja í heilt ár í viðbót á meðan þau safna í sig kjarki til að mæta kjósendum. Þó að öllum sé ljóst að ríkisstjórnin sé löngu komin á endastöð þá halda þau áfram að sólunda dýrmætum tíma og tækifærum. svo ekki sé talað um skattfé almennings. Í fyllstu virðingu, þetta er ekki boðlegt lengur, “ sagði hún jafnframt.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira