Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:59 Kristrún Fristadóttir og Dagbjört Hákonardóttir flytja ræður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum þetta árið. Samfylkingin Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtti eldhúsdagsræðu sína til að auglýsa forgangsmál Samfylkingarinnar nái hún í næstu ríkisstjórn. Hún sagði að í næstu Alþingiskosningum, sem að óbreyttu verða haldnar á næsta ári, get fólk spurt sig hvort það vilji áfram meira af því sama með sama fólk í brúnni eða nýtt upphaf með Samfylkingu. Kynnti áherslumál númer eitt „Í stað þess að eltast við upphlaupin í ríkisstjórninni þá höfum við einbeitt okkur að ströngum undirbúningi Samfylkingar og við höfum nú þegar kynnt tvö stór útspil, örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum og svo kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum,“ sagði Kristrún og að næstan hálfa árið verða húsnæðis- og kjaramál tekin af sama þunga. Þá sagði hún meginmarkmið Samfylkingarinnar í stjórnmálum næsta áratuginn sé endurreisn velferðarkerfisins á Íslandi „eftir áratug hnignunar“. Áherslumál þeirra númer eitt frá fyrsta degi verði eftirfarandi: „Samfylkingin mun endurheimta efnahagslegan stöðugleika á Íslandi og kveða niður verðbólgu og vaxtarstig. Og þetta er loforð. Ég heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika fyrir fólkið í landinu, með ábyrgum ríkisfjármálum,“ sagði Kristrún. Bjarni firrtur fyrir vandanum sem hann hafi sjálfur skapað Hún sagði flokkinn koma til með að gera það sem þarf til að passa upp á efnahag venjulegs fólks, „sem þessi ríkisstjórn hefur sett á hvolf, því miður, með hæstvirtan Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í broddi fylkingar.“ Kristrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa verið upptekinn við eitthvað annað en það, ríkisstjórnin hafi sýnt að hún ráði ekki við vandann og geti ekki komið sér saman um leið til að taka á efnahagsmálum. „Aftur og aftur hafa þau boðað bót og betrun. En mánuðirnir líða, árin líða, og hvað segja tölurnar? Eitt ár af vöxtum yfir 9 prósentum. Fjögur ár af verðbólgu yfir markmiði, og níu ár af hallarekstri hjá ríkissjóði. Er þetta virkilega það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Hún sagði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra virðast vera í fullkominni afneitun. „Og þegar ég spurði um þessa stöðu í þinginu um daginn þá kallaði hann þetta, með leyfi forseta, bestu efnahagslegu stöðu í lýðveldissögunni“. Þvílík aftenging við efnahagslegan veruleika almennings. Maður sem er svo firrtur fyrir vandanum, sem hann hefur sjálfur skapað, er augljóslega ófær um að leiða okkur út úr þessari stöðu.“ Ráðherrar axli ekki ábyrgð Kristrún vísaði þá til þess að stuttu eftir að forsætisráðherra hafi lýst yfir bestu efnahagslegu stöðu lýðveldissögunnar hafi Hagstofa Íslands tekið saman þjóðhagsreikninga þar sem fram hafi komið að landsframleiðsla dróst saman um fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi 2024. Þrátt fyrir samdráttinn hafi verðbólgan aukist í síðustu mælingu. „Og staðan virðist bara versna þegar nær dregur kosningum og ráðherrarnir reyna hver í sínu horni að bjarga eigin skinni án þess að nokkur axli ábyrgð á heildarmyndinni,“ sagði Kristrún. „Ég spyr: Hvað þarf þjóðin að þola þetta ríkisstjórnarsamstarf lengi? Það er ekki mælikvarði á árangur hversu lengi ráðherrum tekst að hanga á valdastólum. Þegar erindið er svo augljóslega þrotið þá er það rétta í stöðunni að færa valdið aftur í hendur fólksins með því að boða til kosninga. En nú hóta þau að sitja í heilt ár í viðbót á meðan þau safna í sig kjarki til að mæta kjósendum. Þó að öllum sé ljóst að ríkisstjórnin sé löngu komin á endastöð þá halda þau áfram að sólunda dýrmætum tíma og tækifærum. svo ekki sé talað um skattfé almennings. Í fyllstu virðingu, þetta er ekki boðlegt lengur, “ sagði hún jafnframt. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtti eldhúsdagsræðu sína til að auglýsa forgangsmál Samfylkingarinnar nái hún í næstu ríkisstjórn. Hún sagði að í næstu Alþingiskosningum, sem að óbreyttu verða haldnar á næsta ári, get fólk spurt sig hvort það vilji áfram meira af því sama með sama fólk í brúnni eða nýtt upphaf með Samfylkingu. Kynnti áherslumál númer eitt „Í stað þess að eltast við upphlaupin í ríkisstjórninni þá höfum við einbeitt okkur að ströngum undirbúningi Samfylkingar og við höfum nú þegar kynnt tvö stór útspil, örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum og svo kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum,“ sagði Kristrún og að næstan hálfa árið verða húsnæðis- og kjaramál tekin af sama þunga. Þá sagði hún meginmarkmið Samfylkingarinnar í stjórnmálum næsta áratuginn sé endurreisn velferðarkerfisins á Íslandi „eftir áratug hnignunar“. Áherslumál þeirra númer eitt frá fyrsta degi verði eftirfarandi: „Samfylkingin mun endurheimta efnahagslegan stöðugleika á Íslandi og kveða niður verðbólgu og vaxtarstig. Og þetta er loforð. Ég heiti því að tryggja aftur efnahagslegan stöðugleika fyrir fólkið í landinu, með ábyrgum ríkisfjármálum,“ sagði Kristrún. Bjarni firrtur fyrir vandanum sem hann hafi sjálfur skapað Hún sagði flokkinn koma til með að gera það sem þarf til að passa upp á efnahag venjulegs fólks, „sem þessi ríkisstjórn hefur sett á hvolf, því miður, með hæstvirtan Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í broddi fylkingar.“ Kristrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa verið upptekinn við eitthvað annað en það, ríkisstjórnin hafi sýnt að hún ráði ekki við vandann og geti ekki komið sér saman um leið til að taka á efnahagsmálum. „Aftur og aftur hafa þau boðað bót og betrun. En mánuðirnir líða, árin líða, og hvað segja tölurnar? Eitt ár af vöxtum yfir 9 prósentum. Fjögur ár af verðbólgu yfir markmiði, og níu ár af hallarekstri hjá ríkissjóði. Er þetta virkilega það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Hún sagði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra virðast vera í fullkominni afneitun. „Og þegar ég spurði um þessa stöðu í þinginu um daginn þá kallaði hann þetta, með leyfi forseta, bestu efnahagslegu stöðu í lýðveldissögunni“. Þvílík aftenging við efnahagslegan veruleika almennings. Maður sem er svo firrtur fyrir vandanum, sem hann hefur sjálfur skapað, er augljóslega ófær um að leiða okkur út úr þessari stöðu.“ Ráðherrar axli ekki ábyrgð Kristrún vísaði þá til þess að stuttu eftir að forsætisráðherra hafi lýst yfir bestu efnahagslegu stöðu lýðveldissögunnar hafi Hagstofa Íslands tekið saman þjóðhagsreikninga þar sem fram hafi komið að landsframleiðsla dróst saman um fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi 2024. Þrátt fyrir samdráttinn hafi verðbólgan aukist í síðustu mælingu. „Og staðan virðist bara versna þegar nær dregur kosningum og ráðherrarnir reyna hver í sínu horni að bjarga eigin skinni án þess að nokkur axli ábyrgð á heildarmyndinni,“ sagði Kristrún. „Ég spyr: Hvað þarf þjóðin að þola þetta ríkisstjórnarsamstarf lengi? Það er ekki mælikvarði á árangur hversu lengi ráðherrum tekst að hanga á valdastólum. Þegar erindið er svo augljóslega þrotið þá er það rétta í stöðunni að færa valdið aftur í hendur fólksins með því að boða til kosninga. En nú hóta þau að sitja í heilt ár í viðbót á meðan þau safna í sig kjarki til að mæta kjósendum. Þó að öllum sé ljóst að ríkisstjórnin sé löngu komin á endastöð þá halda þau áfram að sólunda dýrmætum tíma og tækifærum. svo ekki sé talað um skattfé almennings. Í fyllstu virðingu, þetta er ekki boðlegt lengur, “ sagði hún jafnframt.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Sjá meira