Bjór, bingó og bíó í Vinabæ á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 21:00 Sigurður Pétur Snorrason er eigandi Reykjavík Brewery. Vísir/Einar Búið er að opna bruggstofu í gamla Tónabíó og Vinabæ. Bráðum verður hægt að spila bingó þar á ný en eigandinn var óviss um hvort hann næði að opna staðinn allt fram á síðustu stundu. Tónabíó var reist í Skipholti árið 1962 og kvikmyndir sýndar þar allt til ársins 1990 þegar Stórstúka Íslands keypti húsið og hóf að halda þar bingó. Nafni hússins var þá breytt í Vinabær og lifði bingóið þar góðu lífi þar til árið 2022 þegar húsið var selt. Í gær opnaði Reykjavík Brewery bruggstofu þar en félagið er með brugghús í viðbyggingu hússins. Opnunin á sér langan aðdraganda. „Staðurinn hefur verið tilbúinn að miklu leyti síðan síðasta sumar. Við vorum að vonast til þess að fá öll leyfi og allt slíkt í nóvember en það er búið að taka síðan átta mánuði frá þeim tíma að klára síðasta leyfismálið,“ segir Sigurður Páll Snorrason, eigandi Reykjavík Brewery. Þessi bjór var dældur með sérstakri tékkneskri pilsner-dælu. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.Vísir/Einar Þannig það er væntanlega mikill léttir að vera loksins búinn að opna? „Já, það er það. En maður var samt í óvissu með þetta alveg fram á síðasta dag.“ Hægt er að velja úr 22 bjórum á krana og fleirum í dós, þar á meðal bingóbjór. „Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll. Við erum í samstarfi við frábæran náunga sem heitir Anton Illugason. Hann er grafískur hönnuður og hann kom með þessa hugmynd að gera bingódós sem er bæði innblásin af loftinu hér en dósin sem slík er líka bingóspjald. Það eru tvö þúsund mismunandi dósir í hverju upplagi svo það er hægt að spila bingó á sjálfa dósina,“ segir Sigurður. Bingóbjórinn. Allar dósirnar eru með sitthvorum tölunum.Vísir/Einar Og í gamla bingó- og bíósalnum verður horft aftur til fortíðar. Það er ekki búið að opna hann er Sigurður vonast til þess að það gerist í haust. „Ætli við séum ekki bara að fara aftur í upprunann. Fá smá skemmtilega blöndu af tónlist, bíó, bingó og öðru. Öllu mögulegu,“ segir Sigurður. Hægt er að fá 22 bjóra á dælu.Vísir/Einar Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tónabíó var reist í Skipholti árið 1962 og kvikmyndir sýndar þar allt til ársins 1990 þegar Stórstúka Íslands keypti húsið og hóf að halda þar bingó. Nafni hússins var þá breytt í Vinabær og lifði bingóið þar góðu lífi þar til árið 2022 þegar húsið var selt. Í gær opnaði Reykjavík Brewery bruggstofu þar en félagið er með brugghús í viðbyggingu hússins. Opnunin á sér langan aðdraganda. „Staðurinn hefur verið tilbúinn að miklu leyti síðan síðasta sumar. Við vorum að vonast til þess að fá öll leyfi og allt slíkt í nóvember en það er búið að taka síðan átta mánuði frá þeim tíma að klára síðasta leyfismálið,“ segir Sigurður Páll Snorrason, eigandi Reykjavík Brewery. Þessi bjór var dældur með sérstakri tékkneskri pilsner-dælu. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.Vísir/Einar Þannig það er væntanlega mikill léttir að vera loksins búinn að opna? „Já, það er það. En maður var samt í óvissu með þetta alveg fram á síðasta dag.“ Hægt er að velja úr 22 bjórum á krana og fleirum í dós, þar á meðal bingóbjór. „Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll. Við erum í samstarfi við frábæran náunga sem heitir Anton Illugason. Hann er grafískur hönnuður og hann kom með þessa hugmynd að gera bingódós sem er bæði innblásin af loftinu hér en dósin sem slík er líka bingóspjald. Það eru tvö þúsund mismunandi dósir í hverju upplagi svo það er hægt að spila bingó á sjálfa dósina,“ segir Sigurður. Bingóbjórinn. Allar dósirnar eru með sitthvorum tölunum.Vísir/Einar Og í gamla bingó- og bíósalnum verður horft aftur til fortíðar. Það er ekki búið að opna hann er Sigurður vonast til þess að það gerist í haust. „Ætli við séum ekki bara að fara aftur í upprunann. Fá smá skemmtilega blöndu af tónlist, bíó, bingó og öðru. Öllu mögulegu,“ segir Sigurður. Hægt er að fá 22 bjóra á dælu.Vísir/Einar
Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira