„Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2024 19:31 Framkvæmdastjóri Sante segir bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í besta falli óeðlilegt. Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. Enn einn ágreiningurinn er risinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Dómsmálaráðherra skammaði í dag fjármálaráðherra fyrir meint afskipti af störfum lögreglunnar. Tilefnið er bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í gær þar sem hann bendir meðal annars á að netverslanir með áfengi kunni að fela í sér brot á lögum. Dómsmálaráðherra sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í dag þar sem hún segir grundvallaratriði að meðferð sakamála eigi ekki að lúta pólitískum afskiptum valdhafa enda séu slík afskipti af rannsóknum til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Hið óeðlilegasta mál Elías Blöndal Guðjónsson framkvæmdastjóri Sante, netverslunar með áfengi, segir bréf fjármálaráðherra koma spánskt fyrir sjónir. „Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt, að pólitískir valdhafar séu að reyna að hafa áhrif á sakamálarannsóknir. Það er auðvitað grundvallarregla í íslensku sakamálaréttarfari að pólitískir valdhafar eigi ekki að hafa áhrif á lögregluna.“ Ákæruvaldið sé sjálfstætt og þess vegna telur hann bréfið gróft brot á þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þess vegna kom það okkur mjög á óvart að lesa um þessar vendingar í blöðunum.“ Pólitík eigi ekki að ráða för við meðferð sakamála Elías segir að vitaskuld sé fjármálaráðherra yfirmaður ÁTVR en hann hafi ekkert með málefni lögreglunnar að gera. „En það breytir því ekki að fjármálaráðherra hefur ekkert með málefni lögreglunnar að gera, það er dómsmálaráðherra sem hefur umsjón með þeim málaflokki. Og ég ég held reyndar að meira að segja dómsmálaráðherra hafi vit á því að vera ekki að blanda sér í sakamálarannsóknir.“ Málið sé alvarlegt og hefur hann sent Umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna þess. „Ég veit eiginlega ekki í hvaða landi þetta á að geta viðgengist, að pólitík eigi að ráða för í meðferð sakamála.“ Elías rifjar upp nýleg dæmi þar sem afskipti ráðherra voru harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum. „Ég held að ráðherrann gæti verið kominn í dálítil vandræði út af þessu.“ Valdhafar eigi ekki að nota lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum Þá segir hann málið sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að ráðherrann fer með fjárveitingarvald til lögreglunnar og því geti samskiptin litið út sem tilraun til að misnota fjárhagslegt vald sitt. „Fjármálaráðherra fer með mjög ábyrgðarmikið hlutverk varðandi fjárveitingar hins opinbera og það er sérstaklega ámælisvert að fjármálaráðherra skuli vera með hálfgerð fyrirmæli til lögreglunnar um að rannsaka borgarana. Þetta grefur auðvitað undan trausti lögreglunnar og stjórnvalda. Það má þá segja að borgararnir geti haft grun um að pólitíkusar beiti fyrir sig lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum. Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert.“ Geti reynst ráðherranum erfitt Elías bendir á að það sé löggjafans að ákveða með hvaða hætti áfengissölu á Íslandi sé komið fyrir. „Okkar netverslun er búin að færa íslenskum almenningi tuttugu prósenta kaupmáttaraukningu. Hér er hægt að fá bjór á tuttugu til fjörutíu prósent lægra verði og það má kannski segja að þessa kaupmáttaraukningu vilji Framsóknarflokkurinn eða að minnsta kosti fjármálaráðherra taka af fólki og ég held að það geti reynst honum mjög erfitt.“ Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingi Verslun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Sjá meira
Enn einn ágreiningurinn er risinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Dómsmálaráðherra skammaði í dag fjármálaráðherra fyrir meint afskipti af störfum lögreglunnar. Tilefnið er bréf fjármálaráðherra til lögreglunnar í gær þar sem hann bendir meðal annars á að netverslanir með áfengi kunni að fela í sér brot á lögum. Dómsmálaráðherra sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í dag þar sem hún segir grundvallaratriði að meðferð sakamála eigi ekki að lúta pólitískum afskiptum valdhafa enda séu slík afskipti af rannsóknum til þess fallin að grafa undan réttarríkinu. Hið óeðlilegasta mál Elías Blöndal Guðjónsson framkvæmdastjóri Sante, netverslunar með áfengi, segir bréf fjármálaráðherra koma spánskt fyrir sjónir. „Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt, að pólitískir valdhafar séu að reyna að hafa áhrif á sakamálarannsóknir. Það er auðvitað grundvallarregla í íslensku sakamálaréttarfari að pólitískir valdhafar eigi ekki að hafa áhrif á lögregluna.“ Ákæruvaldið sé sjálfstætt og þess vegna telur hann bréfið gróft brot á þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þess vegna kom það okkur mjög á óvart að lesa um þessar vendingar í blöðunum.“ Pólitík eigi ekki að ráða för við meðferð sakamála Elías segir að vitaskuld sé fjármálaráðherra yfirmaður ÁTVR en hann hafi ekkert með málefni lögreglunnar að gera. „En það breytir því ekki að fjármálaráðherra hefur ekkert með málefni lögreglunnar að gera, það er dómsmálaráðherra sem hefur umsjón með þeim málaflokki. Og ég ég held reyndar að meira að segja dómsmálaráðherra hafi vit á því að vera ekki að blanda sér í sakamálarannsóknir.“ Málið sé alvarlegt og hefur hann sent Umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna þess. „Ég veit eiginlega ekki í hvaða landi þetta á að geta viðgengist, að pólitík eigi að ráða för í meðferð sakamála.“ Elías rifjar upp nýleg dæmi þar sem afskipti ráðherra voru harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum. „Ég held að ráðherrann gæti verið kominn í dálítil vandræði út af þessu.“ Valdhafar eigi ekki að nota lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum Þá segir hann málið sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að ráðherrann fer með fjárveitingarvald til lögreglunnar og því geti samskiptin litið út sem tilraun til að misnota fjárhagslegt vald sitt. „Fjármálaráðherra fer með mjög ábyrgðarmikið hlutverk varðandi fjárveitingar hins opinbera og það er sérstaklega ámælisvert að fjármálaráðherra skuli vera með hálfgerð fyrirmæli til lögreglunnar um að rannsaka borgarana. Þetta grefur auðvitað undan trausti lögreglunnar og stjórnvalda. Það má þá segja að borgararnir geti haft grun um að pólitíkusar beiti fyrir sig lögreglu til að ná fram pólitískum markmiðum. Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert.“ Geti reynst ráðherranum erfitt Elías bendir á að það sé löggjafans að ákveða með hvaða hætti áfengissölu á Íslandi sé komið fyrir. „Okkar netverslun er búin að færa íslenskum almenningi tuttugu prósenta kaupmáttaraukningu. Hér er hægt að fá bjór á tuttugu til fjörutíu prósent lægra verði og það má kannski segja að þessa kaupmáttaraukningu vilji Framsóknarflokkurinn eða að minnsta kosti fjármálaráðherra taka af fólki og ég held að það geti reynst honum mjög erfitt.“
Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingi Verslun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Sjá meira
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08
Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. 11. júní 2024 18:19